Færsluflokkur: Bloggar
Er gott að búa á Íslandi ?
12.8.2009 | 12:21
Það er öllum ljóst að stjórn- og embættismanna kerfi Íslands er ónýtt. Við eigum að leita eftir samstarfi við Norðmenn um að taka við hluta af stjórn landsins.
Sem dæmi þá lokuðu Norðmenn systurfyrirtæki Intrum vegna starfshátta. Þetta fyrirtæki starfar hér óáreytt. Allt fúskið og ruglið sem er í gangi núna er skelfilegt.
Stjórnsýslan á Íslandi minnir helst á sifjaspjöll þar sem börnin fæðast vansköpuð.
Vill að Norðmenn láni Íslandi meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hrægammarnir . . .
15.6.2009 | 11:20
Uppboð í gangi hjá Kerinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað ef . . .
10.6.2009 | 21:28
. . . rannsóknin berst að stjórnmálamönnum. Hversu hratt verður þá allt málið jarðað.
Það þarf að tryggja að allt sé opið til rannsóknar. Þarf kannski að gera húsleit hjá stjórnmálaflokkum, heimilum stjórnmálamanna og á Alþingi ?
Það sjá allir sem vilja að til að þetta plott gengi upp þurfti að blinda og/eða blekkja eftirlitsstofnanir og stjórnvöld.
Þarf að finna aðra Evu okkar Joly til að kanna þessa hlið eða er hún með hana á sínu borði (sem reyndar á eftir að redda)
Ein mikilvægasta rannsóknin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB NEI takk !
10.6.2009 | 21:19
EndemisSkaðlegaBullbandalagið er ekki lausn fyrir Íslendinga. Hætta að sukka er hinsvegar góð lausn.
Það sem Íslendingar þurfa að gera er að "streamlæna" Ísland.
90 stk lífeyrissjóðir með elítu á toppnum á þeim öllum, allir að fara í lögfræði til þess eins að stefna hvort öðru fyrir spítalareikningum og 64 þingmenn að snúast í hringi og benda hver á annan. Það er erfitt að reka fiskiskip ef um borð eru 20 skipstjórar og einn háseti. Það sjá allir sem vilja.
Við eigum að breyta grundvelli þjóðfélagsins og mennta fólk frekar í að gera eitthvað arðbært, eins og að leiða orkuiðnað HEIMSINS eða eitthvað álíka spennandi.
Blöskrar vinnubrögð Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún Eva okkar Joly
10.6.2009 | 20:39
Mikil himnasending eru hún Eva okkar Joly. Í stað þess að nöldra í ráðamönnum tjáir hún sig hreint við Íslenska þjóð. Það fara bara um mann ferskir réttlætisvindar, sem ekki hafa blásið lengi á Íslandi.
Margt kemur nú gott frá Noregi . . .
Björn verður ríkissaksóknari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðardómstól strax !
8.6.2009 | 21:28
Nú er kominn tími til að byrja á réttum enda í öllu þessu rugli.
Stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir undir þeirra stjórn undanfarin 10-18 ár hafa fullkomnlega brugðist Íslensku þjóðinni og komið henni á vonarvöl. Viðbrögðin hjá þessu fólki öllu eru eins og hjá litlum krökkunum í sandkassa, þau benda hvort á annað. Íslenska þjóðin nennir ekki lengur að hlusta á það röfl. Annahvort gefa þeir seku sig fram STRAX eða við refsum öllum hópnum.
Við skipum þjóðardómstól STRAX og setjum þennan hóp á sakamannabekk (eða bara í gæsluvarðhald) og berum saman við hugtakið Landráð. Í þessum dómstóli sem dómarar situr venjulegt fólk sem t.d. mætti áðan á Austurvöll. Íslendingar nenna ekki lengur að hlusta á þessa vitleysu í stjórnarelítunni og ættu því að taka málin í sínar hendur.
Athugið að fimm manns voru handteknir í dag á Austurvelli í dag af númerslausum lögreglumönnum. Óska eftir vitnum af brotum þessa fólks, ég tók ekki einu sinni eftir þeim. Lögreglumenn á Íslandi í dag treysta sér ekki til að vinna myrkravekin sín með númerin sýnileg, þeir kjósa að vinna þannig að ekki er hægt að rekja þá. Skömm !
Það á að nota framtíðar peningana okkar í þetta rugl, en eina svarið við því er VIÐ BORGUM EKKI og förum í fullkomið GREIÐSLUVERKFALL ! Ekki króna meir frá okkur !
Svo ætlar þetta hyski að nota lífeyrispeningana okkar til að "byggja upp". Ég segi NEI og aftur NEI !
Nú stoppum við þetta saman Íslendingar góðir !
Hrekkur ekki fyrir skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IceSlave er stórasta klúður í heimi
6.6.2009 | 13:14
Bara vextirnir af þessu IceRugli duga næstum fyrir menntakerfi landsins og höfuðstóllinn gerir Ísland Game Over.
Ég tel að það eigi bara að dæma alla stjórnarþingmenn fyrir landráð sem eru núna á þingi og stjórnarþingmenn líka 10-18 ár aftur í tímann. Einnig eiga að fylgja formenn stofnana sem lúta að eftirliti á öllu þessu rugli. Að sjálfsögðu eiga útrásarRuglararnir að fylgja með í landráðahópinn. Það þýðir ekkert fyrir þetta fólk að benda hvert á annað, það er nú bara svona IceRugl og við tökum ekkert mark á því.
Nú er nóg komið af IceSvefni !
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Game Over
6.6.2009 | 11:01
Góðir Íslendingar
Það var gaman að spila við ykkur þennan IceLeik, þótt margir hafi svindlað. Núna hefur Ísland því miður tapað og verið þurkað út af velferðakorti vesturlanda. Þeir sem ætla að búa hér áfram samþykkja fátækt fyrir sig og sína.
Íslendingar hafa verið teknir í bakaríið með gömlum aðferðum sem beitt hefur verið áður í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Það er skilgreining á geðveiki að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við annari niðurstöðu.
Það er verið að breyta Íslandi úr lýðræðisríki í fjárræðissríki. Hér mun auðvaldið ríkja.
Smá hagfræðisaga: ef þú ættir alla peninga heimsins og ég allt landsvæði heimsins, þá hlýtur þú að vera í svaka góðum málum með alla þessa peninga. Nú vilt þú kaupa af mér land með alla peningana þína, en ég segi nei, ég er ekki að selja neitt land, og vinsamlega farðu af landinu mínu með alla peningana þína, ég á ekki tunglið þannig að þú getur bara farið þangað.
Ástandið á bara eftir að versna hér og næsti vetur verður IcelKaldur á Íslandi.
Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ESB nei takk !
5.6.2009 | 20:29
Ríkisstjórnin er eins og "unglingsstúlkur" sem vilja gera allt til að komast í ESB partýið. Ég fyrir mitt leyti vill frekar fara í göngutúr.
Þessi vitleysa ætlar engan enda að taka. við eigum að fara í þessi IceRugl mál eins og Þór Saari sagði í Kastljósinu áðan. Neita að borga og láta ESB fá nöfn og heimilisföng þeirra sem skulda IceRuglið. Það er ekki þjóðin Ísland sem skuldar þetta.
Hvernig getur ríkisstjórnin fjármagnað þetta IceRugl, síðast þegar ég vissi átti hún ekki krónu með gati til að LEIÐRÉTTA skuldir heimila landsmanna. Hvað hefur breyst ?
Sennilega eru ráðamenn Íslands bara búnir að gefa skít í Íslands og farnir að spá í að kaupa íbúð í ESB, eins og mr.Hitman spáði fyrir.
Að semja um framtíð þjóðarinnar undir hótunum er bara rugl. Það sem best er að gera undir hótunum er akkúrat ekki neitt. Það vita allir sem hafa horft á fleiri en eina bíómynd að blakkMeilerar hætta aldrei ef látið er undan fyrstu kröfu.
Gefum ESB fingurinn og lifum á vatni, fisk, lambakjöti og restinni af "hamingjusamasta þjóð í heimi" þar til þessu rugli linnir. Við getum haft heilmikið úthald enda víkingar í gegn.
Kannski víkingar IceLandsins eigi bara að flytja aftur til Noregs - þeir láta sér ekki einusinni detta í hug að ganga í EndemisSkaðlegaBullbandalagið.
Steingrímur fær fullt umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landráð
5.6.2009 | 15:13
Séu menn að skuldbinda ríkissjóð Íslands um stórar fjárhæðir sem ekki er lagaleg skylda fyrir þá hlýtur það að vera hreint landráð.
Gaman væri að fá skoðun lögfróðra um þetta atriði.
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)