Hrægammarnir . . .

. . . mættir á staðinn.
mbl.is Uppboð í gangi hjá Kerinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þetta er algjör misskilningur hjá þér.

Því fleiri sem mæta og bjóða í, þeim mun  hærra verð fæst fyrir lóðirnar. Því hærra verð sem fæst því betra fyrir þolandann því þá fæst meira upp í skuldina. Ef enginn mætti þá myndu lánadrottnar hirða allt á enn meiri spottprís og eftirstöðvar yrðu hærri.Þær hverfa ekkert endilega þó eignin sé farin.

Þóra Guðmundsdóttir, 15.6.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þóra, takk fyrir þetta, ég sá þetta eins og Axel en sé þetta í aðeins öðruvísi ljósi núna, enn samt eru það hrægammarnir sem njóta núna og kannski er þarna fólk sem hefur verið búið að festa sér lóð en ekki verið búið að ganga frá réttri skráningu og eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.6.2009 kl. 12:03

3 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Svo er líka spurning hver er að missa þessar lóðir?

Er það einn og sami maðurinn (ég tel það reyndar líklegast án þess að hafa hugmynd um það)

Var hann kanski einn af þeim sem keypti jarðir á suðurlandi með dollaramerki í augunum og ætlaði að selja lóðirnar á uppsprengdu verði?

Var hann kanski hrægammur.

Getur verið að einhverjir þeirra sem bjóði í séu þeir sem ekki gátu leift sér að kaupa sumarhúsalóð meðan hrægammarnir voru búinir að sölsa undir sig allar jarðinir?

Ekki það ég veit minnst um þetta en þetta er allavegana ekkert verri vinkill en hjá Axel.

Sigurður Ingi Kjartansson, 15.6.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Takk öll fyrir frábær svör.

Ég er einmitt ánægður með mismunandir svör ykkar. Það var nebbilega engin niðurstaða eða túlkun á fullyrðingu minni um hrægamma.

Hrægammar eru nauðsynlegir í náttúrunni til að éta lík þeirra dauðu. Ég er alveg eins að benda á hið liðna lík efnahagsrugls Íslands. Svo má benda á að innheimtumenn IceSlave eru líka hrægammar.

Séu peningar blóð þá er Ísland allavega náfölt akkúrat núna . . .

Axel Pétur Axelsson, 15.6.2009 kl. 17:10

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér skilst að lóðirnar hafi allar verið í eigu eins aðila. Það væri auðvitað hundfúlt ef einhverjir hafa verið búnir að "festa" sér lóðir með því að greiða inná þær. Það fé væri þá tapað.

En ef og þegar fólk lendir í svona löguðu þá er best að smala liði og fá sem flesta til að bjóða í, þó ekki væri nema til að hleypa lífi í uppboðið. Það er rosalega fúlt þegar lánadrottnarnir hirða eignir á verði undir markaðsverði nóg er samt.

Það væri fróðlegt að vita á hvaða verði þessar lóðir seldust í dag. 

Þóra Guðmundsdóttir, 15.6.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband