Færsluflokkur: Bloggar
Greiðsluaðlögun ótrúlegt fúsk
19.9.2009 | 09:45
Það er ljóst að ríkisstjórnin hefur engann skilning á því sem er að gerast í þjóðfélaginu og er ein helsta sönnun þess lögin um greiðsluaðlögun, sem eru eitt stórt FÚSK !
Ríkisstjórnin hefur sennilega tekið lögin beint frá einhverju lögfræðiInnheimtuFyrirtæki og ekki einu sinni lesið þau yfir. Ekki var hlustað á aðvaranir og ráðleggingar Hagsmunasamtaka heimilanna við þessa lagagerð.
Þessi lögfræðiInnheimtuFyrirtæki vilja hundelta fólk ÆVILANGT, sem þau geta og gera miskunarlaust með leyfi stjórnvalda. Kröfuvakt Intrum er dæmi um tölvustýrt einelti á fólki sem lent hefur í gjaldþroti, það er ótrúlegt að stjórnvöld leyfi þann ósóma og sannar að þeim er skítsama. Á Íslandi er mottóið að fólk sem lendir í gjaldþroti eigi enga von um framtíð. Að það sé tæknilega hægt að halda mannesku gjaldþrota ævilangt er svartu blettur og skömm fyrir Íslendinga.
Það er kominn tími á að labba niður á Austurvöll og hrópa "VANHÆF RÍKISSTJÓRN"
Ekki meira fúsk fyrir mig takk . . .
Gjaldþrot álitið betra en úrræðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
en án þeirra verður manni kalt.
18.9.2009 | 17:39
Peningar eru ekki allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hættu þessu bulli Gylfi
18.9.2009 | 17:14
Nú er komið alveg nóg af bulli frá ASÍfílabeinsturni þínum Gylfi. Það sjá það allir sem vilja fyrir hverja þú ert að vinna og það er ekki verkafólk landsins heldur hann Hr. Mammon.
Eftir setu þína í nefnd um verðtryggingu kom í ljós vanhæfi þitt. "Ekkert hægt að gera" Og hvaða heilvita maður getur setið í samninganefnd um "samfélagssáttmála" og hugsað; "hmm, lánin hækkað um 30-150% framfærsla 50-100% er steming fyrir 0% launahækkun strákar" Gylfi ég segi aftur NÚLL FOKKING PRÓSENT !!!
Það má segja að máltækið "því hærra sem apinn klifrar sést betur í rassin á honum" eigi við hér.
Nú er kominn tími fyrir menn eins og Vilhjálmur Birgisson frá Akranesi sem hefur sannað heilindi sín og baráttuvillja fyrir launafólk.
Trúverðugleiki og heilindi að leiðarljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
www.heimilin.is
17.9.2009 | 08:36
Fundur í kvöld kl. 20:00 í Iðnó um greiðsluverkfall. MÆTUM ÖLL ! ! !
Því miður virðist sem Hagsmunasamtök Heimilanna hafi reynst sannspá um aðgerðaleysi stjórnvalda og því er greiðsluverkfall eina vopnið sem skuldarar landsins hafa til að knýja á um LEIÐRÉTTINGAR stökkbreyttra lána.
Stjórnvöld hafa ekki einu sinn mætt að samningaborði og ríkissáttasemjari hefur ekki boðað neinn þótt HH hafi óskað eftir því. Ef þú skoðar loforðalista ríkisstjórnarinnar vegna heimila þá sérðu að einkuninn er minni enn núll. Eina sem gert hefur verið er greiðsluaðlögunin sem gefur þér rétt á að borga allar þínar ráðstöfunartekjur í fimm ár undir eftirliti tilsjónamanns, og í lokin eru verðlaunin að þú mátt kaupa húsið þitt á 110% veðsetningu. Nei éger ekki að grínast. Treystir þú þessum stjórnvöldum til að koma með lausnir, ég segi nei.
Ég skora á alla að mæta á fundinn í kvöld og skrá sig núna strax í Hagsmunasamtök heimilanna, www.heimilin.is .
PS: Vissu þið að RÚV er á fullu í áróðursherferð gegn Hagsmunasamtökum heimilanna og vill t.d. ekki nota orðið leiðrétting lána heldur stögglast á orðunum afskriftir eða niðurfelling. Hvað er í gangi þar á bæ, eiga þeir ekki að vera hlutlausir ?
Vanskil aukast hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki gera ekki neitt !
16.9.2009 | 10:40
Ríkisstjórn Íslands ætlar að gera akkúrat ekki neitt fyrir illa svikin heimili landsins. Það er kominn tími til að þessi vanhæfa ríkisstjórn verði sett af, með góðu eða eldhúsáhöldum.
Það þarf líka að leggja ASÍ niður, með góður eða eldhúsáhöldum, sú stofnun vinnur fyrir fjármagnseigendur en ekki VERKAFÓLK !
Ef þú ert Íslendingur (og ert ekki hluti af Íslensku elítunni/mafíunni) og upplifir þig illa svikinn, þá ert þú í góðum tengslum við raunveruleikann og sú reiði sem brennur í æðum þínum er merki um heilbrigða skynsemi þína.
Segja heimilin ekki geta meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýtt nafn: Landinn
7.9.2009 | 09:49
Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Starfslýsing ráðamanna . . .
5.9.2009 | 15:39
Það hlýtur að standa einhversstaðar í starfslýsingu ráðamanna; "Ekki má undir nokkrum kringumstæðum gera flókna hluti einfalda. Ávalt skal gera einfalda hluti eins flókna og hægt er. Síðan skal ræða flækjuna þar til enginn nennir að gera neitt í málinu."
Það eina sem fólk er að biðja um er einfaldasta tegund af réttlæti. Það er ekkert réttlæti í því að lán hækki um 30-150%, framfærsla um 40-60% og laun um 0%.
Þeir sem ekki skilja þetta þurfa að gera tvennt:
1. Athuga hvort kveikt sé á heilanum, ef já, hvort greindarvísitalan sé með mínus fyrir framan
2.Athuga hvort réttlætiskennd sé hluti af orðaforða, ef já, fletta upp í orðabók hvað það hugtak þýðir í raunveruleikanum.
Er lausnin fólgin í fasteignafélögum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grand Hilton prison . . .
5.9.2009 | 15:29
Það er náttúrulega snilld að nota eitthvað af þeim hótelum sem til eru nú þegar til að "refsa" "elítunni" á Íslandi.
Hver segir svo að stjórnvöld séu ekki að vinna vinnuna sína ?
Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af ávoxtunum þekkist tréð . . .
26.8.2009 | 11:46
Það er alveg kostulegt að fylgjast með StjórnmálaFjármálaFólkinu á Íslandi engjast um í sinni gömlu vitleysu. Hvernig hafa nú ávextirnir verið hjá þessu fólki undanfarin ár, jú, Ísland er í klessu og á barmi borgarastyrjaldar. Núna ætla ætla bankarnir og Samspillingin að redda þessu fyrir okkur á sanngjarnan og réttlátan hátt. Ég segi NEI TAKK.
Þeir sem hafa lært pínu í fjölmiðlafræði vita að Hitler kenndi þau PR fræði að ef sama lygin er sögð nógu oft, þá verður hún að sannleika. Takið eftir hvernig ráðamenn og fjölmiðlar hamra á orðinu AFSKRIFTIR. Hver hefur verið að tala um það, almenningur hefur verið að tala um LEIÐRÉTTINGU sinna mála. Skora á alla að skoða: http://www.heimilin.is/varnarthing/about/tilloegur-samtakanna . Þetta eru mjög sanngjarnar tillögur og frábær grunnur að sannri samfélgssátt. StjórnmálaFjármálaFólkið getur bara ekki lært og HLUSTAÐ á aðre en hvort annað.
Þessi samruni á StjórnmálaFjármálaFólkinu á Íslandi minnir á hjónaband milli systkyna sem botna ekkert í því af hverju börnin þeirra eru alltaf vansköpuð, og enn síður skilja þau að öll börnin þeirra fjórtán hafa sama vandamál þegar tilit er tekið til hlutfalla vanskapaðra barna í nágrannaríkjunum. Af hverju er þetta hlutfall svona slæmt hjá þeim? Ísland er of lítið og fjölskyldu/kunningja samfélagið leiðir af sér vonda ávexti, alveg sama hve oft þetta lið fer undir feld saman. Við verðum að fá erlenda aðstoð til að ná fram sanngirni.
Það vita allir núna hvernig töframeðalið GREIÐSLUAÐLÖGUN virkar. Fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna vöruðu við að þessi leið virkaði ekki þegar málið var tekið fyrir á Alþinig. Hvernig væri að Alþingis og bankamenn færu að hlusta á okkur í HH og hætta þessari vitleysu og sturluðu hagsmunagæslu fjármagnseigenda.
Höfuðstóll lána verði lækkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljósið í myrkrinu
18.8.2009 | 15:33
Aftur er hún Lilja blessunin að taka stórt skynsemisskref fyrir okkur almúgann í landinu. Það virðist vera komin samhljómur með kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna (www.heimilin.is) sem er náttúrulega bara flott.
Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)