Færsluflokkur: Bloggar
Stóru orðin
4.6.2009 | 15:51
Gylfi ASÍ sagði að ef vextir færu ekki undir 10% stæðu þeir upp frá samningsborðinu. Núna er bara að standa við það Gylfi !
Hvers vegna eigum við almenningur að lána stjórnvöldum peningarna okkar sem eru lífeyrissjóirnir. Prufum að keyra þá í gegn hjá Credit info og sjáum hvort við getum treyst stjórnvöldum á Íslandi fyrir peningunum okkar. Ég er hræddur um að svarið sé NEI við þessari lánsbeiðni, stjórnvöld undanfarin 4 ár standast ekki skoðun (er það ekki viðmiðið hjá Credit info).
Við Íslendingar eigum alla bankana, lífeyrissjóðina og ríkissjóð. Hver er það eiginlega sem er að pína okkur á ofurOkur vöxtum. Erum Íslendingar bara masókistar ? VIÐ EIGUM SJÁLF ALLA ÞESSA PENINGA. Það eru komnir einhverjir spilafíklar sem milliliðir í að lána okkur okkar eigin peninga og hafa blekkt okkur öll.
Seðlabankinn í fílabeinsturni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pakka í vörn
4.6.2009 | 10:42
Kæru Íslendingar
Nú er tími til að pakka í vörn. Segjum AGS að drulla sér úr landi og lifum á gæðum landsins án erlends fjármagns. Ef við höfum snefil af sjálfsvirðingu eftir þá látum við ekki bjóða okkur þessa þróunarríkis bull uppskrift AGS.
Við getum lifað á gæðum landsins, við eigum nóg af mat, orku, vatni, hamingju og erum með 4-7 milljarða í afgang um hver mánaðarmót.
Það er kominn tími til að Íslendingar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í og finnum okkar eigin leiðir út úr vandanum. Hvort vilja Íslendingar líða í nokkur ár eða tapa sjálfræðinu og öllum auðlindum landsins. Sjórnvöld / AGS ætla bara að láta heimilin líða og eru enn að borga bankastjórum tæpar 2 millur á mánuði og ráðherrum tæpa millu. Ef þetta er ekki sturlun þá veit ég ekki hvað er.
Hversu mikið að kjaftæði er búið að troða í ágæta Íslendinga, afleiðingin er greinilega heiladauði. Það er verið að ræna okkur um hábjartan dag, og lausn stjórnar / AGS er að hefja leit með vasaljósi.
Valið er einfalt, taka þetta af hörku eða flytja til Norge.
Vextir lækkaðir í 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óniðurfelling . . .
3.6.2009 | 16:28
Niðurfelling þýðir kollsteypu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðin "snappar" núna
3.6.2009 | 16:19
Nú tel ég auknar líkur á að ágætir Íslendingar (þ.e. að segja þessir venjulegu) snappi fullkomnlega eftir að hafa hlustað á Jóhönnu og Steingrím á Alþingi.
Að halda því fram að fólk "geti" borgað ennþá er fullkomlega út í hött, fólk þarf að skera eitthvað annað niður í heimilisbókhaldinu til að geta borgað okurlánin. Stjórnarliðar segja ríkissjóður getur ekki borgað, fyrirtækin geta ekki borgað og lífeyrissjóðirnir geta ekki borgað, en fullt af heimilum eru ennþá í stuði til að borga. Hér hafa stjórnvöld á Íslandi sett nýtt heimsmet í rugli og vitleysu.
Það er deginum ljósara að þessi stjórn ætlar að ganga alla leið í að siga innheimtulögfræðingum á heimili landsmanna og rústa þeim. En bíðum augnablik, hver á bankana, lífeyrissjóðina og ríkissjóð. Svar: ég og þú ágæti Íslendingur. Það eru fyrirtæki og stofnanir sem við eigum sjálf sem ætla að sjúga síðasta blóðdropa úr heimili okkar. Segi aftur og skrifa HEIMSMET !
Ég mæli með því ágæta þjóð að þið byrjið sumarleyfið snemma og farið í tjaldútilegu niður á Austurvöll í kvöld og þar til þessu gegndarlausa FJÁRHAGSOFBELDI linnir, það er hvor sem er búið að hækka bensínið þannig að þið komist ekkert úr bænum, lénsherranum verður jú að borga í botn.
Lifi Ísland og Íslendingar
Skuldavandinn minni en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þjóðaratkvæði
3.6.2009 | 14:38
Þessi samningur er það stór og mikilvægur fyrir Ísland að það er sjálfsagt mál og skilt að hann fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég geri hér með kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave samnings !
Mótmæla Icesave samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Augnablik . . .
3.6.2009 | 13:49
Er ekki Logos skiptastjórar hjá fyrirtækjum útrásarvíkinga. Hvaða HRINGAvitleysa er þetta, eru auðHRINGARNIR ennþá að spila með okkur Íslendinga.
Það er engin leið fyrir okkur Íslendinga að leysa úr þessari spillingu sjálfir, þjóðfélagið er alltof lítið til að það gangi (of mikil "sifjaspjöll") Það verða að koma erlendir aðilar að öllum þessum málum.
Húsleit hjá Logos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver kaus þetta ójafnaðarfólk ?
2.6.2009 | 20:01
Það er ótrúlegt að fylgjast með stjórnmálum á Íslandi í dag, þetta er grátlegur þriller sem er kominn lengra en villtasta hugarflug leyfir.
Þessi frábæra vinstri stjórn byrjar á að hækka bensín og bús þannig að nú getur fólk ekki farið til útlanda, ekki farið út á land en hefur núna kanski efni á að taka strætó niður á tjaldstæðið í Laugardal. Sumir hafa bara efni á því að fara út og viðra sig eftir að þeir borga bankanum sínum. Reykjavíkurborg ætti nú með sína 2 milljarða í plús að drífa sig í að undirbúa það partý.
Hvaða forgangsröð er í gangi, er búið að lækka laun bankastjóra, ráðherra, leggja niður rándýru sportSendiráðaKlúbbana, loka fyrir fáránlega leigusamninga við einkaaðila ?
Uhh, svarið er nei, bara drífa sig í að hækka bensín og bús, sem hækkar lánin eina ferðina enn á heimilum landsins, sem hafa bara víst nóg af peningum til að borga skv. því sem Jóhanna og Steingrímur segja, það er líka bara arfavitleysa að heimilin séu eitthvað í vanskilum skv. sömu heimildum.
Núna er SA og ASÍ að rífast um hvort launin eigi að hækka um 7.000 eða 13.500 á sama tíma og lánin hafa hækkað um trilljón billjón krónur. Ég er með tilboð til þín hér og nú, þú lætur mig fá 150.000 á mánuði óg ég læt þig fá 13.500 á mánuði til baka. Ha, viltu ekki fá 13.500 á mánuði, hvaða vanþakklæti er þetta í þér ? Ég ætti að fá strax sæti í þessum samninganefndum með þessa fínu samningatækni í farteskinu.
Guð bjargi Íslandi, það gerir það víst enginn annar.
Áherslan á heimilin og fyrirtækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spaugstofan
20.5.2009 | 14:29
Hver segir svo að Spaugstofan sé hætt, raunveruleikinn er nú bara fyndari en þeir Spaugstofufélagar gætu nokkru sinni kokkað upp.
Segjum að þú sér með 250þús á mánuði og skuldir 15.0 millj í íbúðinni þinni. Þá er verið að bjóða þér 84þús á ári í "rosa" kauphækkun, þ.e. 7þús á mánuði. Ef þú ert með lánið verðtryggt þá hefur það hækkað um ca. 3.0millj undanfarna 12 mán þ.e. 250þús á mánuði. Ef þú er með gengistryggt lán þá hefur það sennilega tvöfaldast þ.e. hækkað um 1.25millj á mánuði. Segjum að þú og fjölskyldan borði fyrir 50þús á mánuði þá hefur sá kostnaður hækkað um ca. 12þús
Ef þetta er ekki blaut tuska framan í hinn venjulega Íslending þá veit ég ekki hvað blaut tuska er.
Ef þú ert ekki búinn að fatta þennan Spaugstofu brandara, þá ertu sennilega bankastjóri með 1.75millj á mánuði, þ.e. kauphækkun fyrir 250 venjulega Íslendinga eða ráðherra með 930þús á mánuði, þ.e. kauphækkun fyrir 133 venjulega Íslendinga. Við ættum kanski að selja þessa Íslensku hálaunastétt úr landi, svona upp í kostnað, það ætti nú að fá hellings peningur fyrir svona svakalega hæft fólk.
Afsakið ónæðið, ég þarf að skreppa á klóið og æla . . . .
Þiggja ekki 7 þúsund sí-svona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ragna stendur sig vel
12.5.2009 | 15:39
Mikið er gott að fá manneskju sem dómsmálaráðherra á Íslandi. Ég er mjög ánægður með Rögnu, og vona að hún lagi nú vel til í réttarríkinu hjá okkur og geri Ísland mannvænna. Hún sýnir þessum ágæta manni sem er í hungurverkfalli fulla virðingu, þótt erfitt sé að laga hans mál strax.
Það er náttúrulega skömm að ekki séu skýrir vinnuferlar í málum hælisleitenda og þeirra sem vilja koma til landsins. Það virðist sem UTL hafi bara einn vinnuferil, ekki svara og ekki tala við fólk. Ég skora á ykkur að prufa að kíkja niður í UTL og bara skoða afgreiðsluna.
Það er ótrúlegt hvað grunnt er á hörðum rasisma á Íslandi, Guð forði okkur frá því.
Látum ekki undan þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er UTL vanhæf ?
11.5.2009 | 16:56
Ég tel að 99% Íslendinga hafi fulla samúð með fólkinu sem situr og bíður eftir úrlausn sinna mála. Mín samúð liggur allavegna hjá þeim sem telja sig hafa það úræði eitt að svelta sig.
Að bíða í 2 ár eftir niðurstöðu er náttúrulega út í hött. Það hlýtur að vera hægt að svara af eða á innan 2 mánaða. Er UTL einn anginn af fullkomnlega vanhæfri stjórnsýslu hér á Íslandi ? Hvers vegna tekur svona langan tíma að afgreiða þessi mál ?
Hins vegar ber að halda til haga að ekki er hægt að opna landamæri Íslands og fólk flæði inn stjórnlaust. Það þurfa ekki margir að koma til að við missum alla stjórn, og ekki er nú á þá vitleysu bætandi. Við erum bara 300þús og fer væntanlega fækkandi þegar landflóttinn fer af stað af fullum þunga.
Ætla allir í hungurverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)