Þjóðin "snappar" núna

Nú tel ég auknar líkur á að ágætir Íslendingar (þ.e. að segja þessir venjulegu) snappi fullkomnlega eftir að hafa hlustað á Jóhönnu og Steingrím á Alþingi.

Að halda því fram að fólk "geti" borgað ennþá er fullkomlega út í hött, fólk þarf að skera eitthvað annað niður í heimilisbókhaldinu til að geta borgað okurlánin. Stjórnarliðar segja ríkissjóður getur ekki borgað, fyrirtækin geta ekki borgað og lífeyrissjóðirnir geta ekki borgað, en fullt af heimilum eru ennþá í stuði til að borga. Hér hafa stjórnvöld á Íslandi sett nýtt heimsmet í rugli og vitleysu.

Það er deginum ljósara að þessi stjórn ætlar að ganga alla leið í að siga innheimtulögfræðingum á heimili landsmanna og rústa þeim. En bíðum augnablik, hver á bankana, lífeyrissjóðina og ríkissjóð. Svar: ég og þú ágæti Íslendingur. Það eru fyrirtæki og stofnanir sem við eigum sjálf sem ætla að sjúga síðasta blóðdropa úr heimili okkar. Segi aftur og skrifa HEIMSMET !

Ég mæli með því ágæta þjóð að þið byrjið sumarleyfið snemma og farið í tjaldútilegu niður á Austurvöll í kvöld og þar til þessu gegndarlausa FJÁRHAGSOFBELDI linnir, það er hvor sem er búið að hækka bensínið þannig að þið komist ekkert úr bænum, lénsherranum verður jú að borga í botn.

Lifi Ísland og Íslendingar


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Bíddu aðeins, ef Seðlabankinn hefur upplýsingar um heildar fasteignaveð hvers heimilis, heildar tekjur þess og að auki bílalán, auk þess að hafa upplýsingar um meðalrekstrarkostnað heimila, hefur hann þá ekki tiltölulega áreiðanlegar heimildir um hvernig allt saman snýr? Er ekki einmitt líklegra að Seðlabankinn hafi yfirsýnina en ekki þeir sem heyra einungis sumar hliðar málsins ... þó vissulega séu aðilar hér á landi sem eru í agalegri stöðu, eins og tölur Seðlabankans virðast segja mv. ræðu Jóhönnu í dag.

Ég fyrir mitt leyti ætla amk að bíða eftir að þessar tölur verði gerðar opinberar áður en ég ákveð hvort rétt sé að snappa eða stappa.

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Elfur: það er gott að þú getur beðið, það eru 30.000 manns að lenda í hakkavélum innheimtulögmanna. ég held bara að þú verðir að sætta þig við að sístækkandi hópur er ósammála þér og jóhönnu.

Axel Pétur Axelsson, 3.6.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það getur ekki verið að öll 30 þúsundin séu akkúrat núna að lenda í "hakkavélum innheimtulögmanna" eins og þú kallar það, því þá er enginn þeirra að nýta sér þau úrræði sem standa til boða sem mér finnst afar ólíklegt.

Þessi 30 þúsund (ef það er rétt tala hjá þér) eru hins vegar án efa gríðarlega illa stödd.

Ef enginn er að nýta sér þau úrræði sem búið er að skapa fyrir þau ...

Annars er það svo langt frá því að snúast um hvort einn eða fleiri eru sammála eða ósammála mér eða Jóhönnu. Þetta hlýtur að snúast um að veita úrræði og hlúa að þeim sem eru vondu tilfelli tölfræðinnar.

Elfur Logadóttir, 3.6.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Elfur: Ég verð að hryggja þig með því að almenningur á Íslandi er hættur að taka mark á þessari vitleysu í ykkur Samfylkingarfólki. Þið voruð í stjórn sem steinsvaf á vaktinni þegar Ísland fór í hundana, og núna eru þið að segja fólki að allt sé í lagi. Almenningur á Íslandi er ekki fífl og kann smá í stærðfræði, lánin hafa hækkað um 25% á síðustu 18 mán og launin 0%. Finnst þér það í lagi frú Jafnaðarkona.

Mín skoðun er sú að Samfylkingin eigi að fara í langt fría. Tími Jóhönnu til að hætta er kominn núna.

Axel Pétur Axelsson, 3.6.2009 kl. 23:42

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Axel það er langt því frá að Samfylkingin sé að segja fólki að allt sé í lagi - hafsjór eða þrír því frá!

Það sem liggur fyrir er að Seðlabankinn hefur gögn um öll fasteignaveðlán, öll bílalán, allar tekjur og stóran hluta greiðslubyrði heimilanna í landinu. Með þessi gögn í höndunum er hægt að útbúa greinargóðar upplýsingar um stöðuna, þó svo ekki sé greind hver einasta króna sem hvert einasta heimili þarf að greiða á mánuði.

Með þessar upplýsingar að vopni er hægt að ráðast að vandanum þar sem hann er mestur og meta áhættuþætti, kostnað og fyrirhöfn sem þarf til þess að koma þjóðinni í gegnum næstu ár - sem Samfylkingin hefur í allan vetur sagt að verði erfitt.

Ég veit að þú hefur áður lesið frá mér athugasemdir sem greina frá inntaki jafnaðarmennskunnar þannig að ég ætla ekki að eyða plássinu hér í það. Ég veit líka að þú hefur áður tekið þátt í samræðum í athugasemdakerfi þar sem ég hef hallmælt og andmælt og blótað og svarið af mér ánægju með núverandi ástand.

En það breytir ekki því að skyndilausnir getum við ekki leyft okkur einu sinni enn, því við eigum að vera búin að læra það að fyrir hvern skammt sem við skellum í okkur drögumst við lengra niður í svaðið og að lausnin getur ekki falist í öðru en að stíga eitt skref í einu, einn dag í einu, viku eftir viku - rétt eins og annars konar fíklar þurfa að gera í sínu prógrammi.

Því er nú fjandans ver og miður.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 00:00

6 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Elfur, ég er ekki að tala fyrir skyndilausnum, ég er að tala um sjálfsagt réttlæti og LEIÐRÉTTINGU á lánum heimila landsmanna.

Ég verð að játa að ég skil ekki hvernig þú getur aftur og aftur skautað framhjá einföldum spurningum eins og:

1. Er í lagi að heimilislán fari úr 15milj í 30milj á nokkrum mánuðum ?

2. Er í lagi að 20milj heimilislán fari í 25milj á 12mán ?

3. Er í lagi að öll réttindagæsla stjórnvalda sé lánadrottna megin ?

4. Er í lagi að tryggja peningalegan sparnað að fullu en tryggja ekkert heimilissparnað (þ.e. eignahlutur í heimili) ?

Ertu til í að leggja skautana til hliðar í smá stund og svara með þínu jafnaðarhjarta :)

Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 00:47

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

ég hef alls ekki skautað fram hjá þessum einföldu spurningum og ég er ekki sátt við það ástand sem hefur skapast á Íslandi vegna rangrar efnahagsstjórnar í tæpa tvo áratugi.

Hins vegar tel ég ekki að fókusinn sé réttur með því að einbeita sér að því að rétta hlutinn með þessum hætti á þessum tíma. Mér finnst við þurfa að vera í meiri krísustjórnun heldur en það.

Hvað er í lagi og ekki í lagi er spurning um stefnumörkun fyrirfram, ekki eftirá og það var stefnumörkunin sem klikkaði. Viðbrögðin við því að ástandið varð með þeim hætti sem þú tiltekur í spurningunum þínum er það sem við þurfum að glíma við á þjóðarlevel.

Spurningar þrjú og fjögur hjá þér eru hins vegar með rangar fullyrðingar, þ.e. réttindagæsla stjórnvalda er ekki einvörðungu fyrir lánadrottna þó stjórnvöld þurfi að sjálfsögðu að gæta þess að brjóta ekki heldur gegn þeirra rétti, og peningalegur sparnaður hefur ekki verið tryggður að fullu í þeim skilningi að hægt sé að beita sömu eða sambærilegri aðferð til þess að tryggja heimilissparnað, eins og þú kallar það.

Trygging innistæðna gekk út á að setja þær það framarlega í forgangskröfuröð að þær séu fyrst greiddar úr þrotabúi áður en aðrar kröfur neðar í forgangsröðinni eru greiddar. Með þessum hætti var tryggt að eignir þrotabúanna verði notaðar til þess að greiða þetta en ekki skuldabréf sem t.d. lífeyrissjóðir eiga sem kröfur á bankana. Með þessu var einnig tryggt að gjalddagi þessara krafna yrði ekki færður fram þannig að allt skyldi greiðast út í október 2008 heldur síðar og yfir lengri tíma, sem eykur andvirði eignanna og þannig líkurnar á að eignirnar dugi fyrir þessum kröfum. Þessi aðgerð er gerð með lagasetningu á grundvelli neyðarréttar vegna þess að við þær aðstæður þar sem lögunum er breytt hefði annars verið gerð áhlaup á bankana sem hefði kolfellt þá líka í tæknilegum skilningi. Það hefði leitt til þess að greiðslumiðlun hefði stöðvast og ástandið allt sem skapaðist hér í október hefði orðið miklu verra, vöruskortur, atvinnuleysi og útflutningshömlur hefði allt saman orðið miklu ýktara en það þó varð. Það var því fullkomið og algert grundvallaratriði að halda bankastarfsemi í landinu gangandi án þess að það hökti.

Trygging innistæðna af hálfu ríkisins felst ekki í því að leggja fé til innistæðueigenda frá ríkinu eins og myndi þurfa ef tryggja ætti heimilissparnað eins og þú kallar það. Heimilissparnaður í formi fjárfestingar í fasteign er langtímasparnaður sem lýtur skammtíma sveiflum í verði - bæði til hækkunar og lækkunar. Það er því ekki hægt að taka einn stöðupunkt í slíkri fjárfestingu og ætlast til þess að tryggt sé að andvirði eignarinnar breytist ekki nema til batnaðar frá þeim punkti og áfram.

Ef gripið yrði til þeirra "leiðréttinga" sem þú kallar svo þá myndi sá kostnaður leggjast á ríkið vegna þess að það eru engin sambærileg neyðarréttarsjónarmið sem halda gagnvart slíkri aðgerð þó auðvelt sé - m.a.s. mjög auðvelt - að rökstyðja sanngirni hennar.

Þar á ofan má færa rök fyrir því að heimili landsmanna hafi fengið aukna réttarvernd (og þar af leiðandi tryggingu) á liðnum mánuðum sem hluti af þeim aðgerðarpakka sem ríkisstjórnin hefur lagt til á grundvelli þess að með tilteknum aðgerðum af hálfu skuldara þá er ekki hægt að bola honum úr húsnæði sínu næstu fimm árin að lágmarki - með undantekningum þó. Og það hefur komið fram opinberlega að vonandi verður þjóðarskútan í þeirri stöðu að þeim tíma liðnum að hægt er að beita sanngirnisrökum við rökstuðning aðgerða.

Sem sagt, til að draga saman rökin og heimfæra þetta allt á mitt jafnaðarhjarta þá skiptir það mig meira máli að stjórnvöld geti í dag tryggt að ég og þú getum keypt í matinn á morgun heldur en að þau geti í dag tryggt að eignir mínar séu meiri en skuldir eftir fimm ár. Á meðan neikvæður hagvöxtur er í kerfinu þá verður að tryggja með öllum mögulegum mætti að greiðslubyrði hvers heimilis sé viðráðanleg án þess að skapa þjóðarbúskapnum meiri kostnað en lífsnauðsynlegt er til að ná þessu markmiði. En mitt jafnaðarhjarta vonar heitt og innilega að álögur sem settar verða á ríkið verði ekki meiri en svo að við verðum komin á miklu betri stað eftir þrjú til fimm ár, sem muni þá gera okkur kleift að afskrifa, leiðrétta, færa niður, norður, suður og í allar þær áttir sem sanngjarnt er að færa skuldir okkar - til þess að frá þeim tíma að telja, sjáum við fram á tímapunkt í náinni framtíð þar sem eignir okkar eru meiri en skuldir.

Sá tímapunktur er hins vegar ekki núna, því miður.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 15:12

8 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þú ert greinilega fastheldin á skautana eins og þú ert fastheldin á skoðanir þínar, sem er bara gott.

Það er hinsvegar sí stækkandi hópur á Íslandi sem getur ekki verslað sér í matinn. Að það sé einn einasti sem þarf að leita á náðir hjálparstofnana til að borða er skömm.

Ég ætla ekki að sleppa þér með að svara ekki þessum spurningum sem lúta að grunn mannréttindum og neytendavernd:

1. Er í lagi að heimilislán fari úr 15milj í 30milj á nokkrum mánuðum ?

2. Er í lagi að 20milj heimilislán fari í 25milj á 12mán ?

3. Er í lagi að öll réttindagæsla stjórnvalda sé lánadrottna megin ?

4. Er í lagi að tryggja peningalegan sparnað að fullu en tryggja ekkert heimilissparnað (þ.e. eignahlutur í heimili) ?

Taknu nú bara lið 1. fyrir og svaraðu og svo lið 2. osfv.

Svo getur við bara farið á skauta saman í vetur :)

Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 15:41

9 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þú færð ekki annað svar frá mér heldur en það sem ég hef þegar gefið. Ég hef þegar útskýrt fyrir þér hvers vegna ég svara ekki þessum spurningum beint með já eða nei svörum. Í því væri fólgið að ég samþykkti að spurningarnar væru þær sem leita þurfi svara við.

Ef þú vilt skýrari framsetningu á því sem ég sagði, lagt við hverja spurningu þá geturðu fengið eftirfarandi ;):

1.  ég er ekki sátt við það ástand sem hefur skapast á Íslandi vegna rangrar efnahagsstjórnar í tæpa tvo áratugi. Hvað er í lagi og ekki í lagi er spurning um stefnumörkun fyrirfram, ekki eftirá og það var stefnumörkunin sem klikkaði. Viðbrögðin við því að ástandið varð með þeim hætti sem þú tiltekur í spurningunum þínum er það sem við þurfum að glíma við á þjóðarlevel.

2. ég er ekki sátt við það ástand sem hefur skapast á Íslandi vegna rangrar efnahagsstjórnar í tæpa tvo áratugi. Hvað er í lagi og ekki í lagi er spurning um stefnumörkun fyrirfram, ekki eftirá og það var stefnumörkunin sem klikkaði. Viðbrögðin við því að ástandið varð með þeim hætti sem þú tiltekur í spurningunum þínum er það sem við þurfum að glíma við á þjóðarlevel.

3. Spurningar þrjú og fjögur hjá þér eru með rangar fullyrðingar, þ.e. réttindagæsla stjórnvalda er ekki einvörðungu fyrir lánadrottna þó stjórnvöld þurfi að sjálfsögðu að gæta þess að brjóta ekki heldur gegn þeirra rétti, og peningalegur sparnaður hefur ekki verið tryggður að fullu í þeim skilningi að hægt sé að beita sömu eða sambærilegri aðferð til þess að tryggja heimilissparnað, eins og þú kallar það.

4. Spurningar þrjú og fjögur hjá þér eru með rangar fullyrðingar, þ.e. réttindagæsla stjórnvalda er ekki einvörðungu fyrir lánadrottna þó stjórnvöld þurfi að sjálfsögðu að gæta þess að brjóta ekki heldur gegn þeirra rétti, og peningalegur sparnaður hefur ekki verið tryggður að fullu í þeim skilningi að hægt sé að beita sömu eða sambærilegri aðferð til þess að tryggja heimilissparnað, eins og þú kallar það.

Fólk getur þá farið í langlokuna hér ofar til þess að sjá hvernig ég færi rök fyrir þessum svörum mínum.

Og svo skellum við okkur að sjálfsögðu á skauta næsta vetur, ekki spurning :)

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 15:53

10 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þú ert greinilega góð á skautum.

Svo má böl bæta að benda á annað verra. Núna eru þið Samfylkingafólk með stjórnartaumana hér á Íslandi og það þýðir ekkert fyrir ykkur að benda aftur í tímann.

Ef sjúklingur kemur á slysadeild með slagæðablæðingu þýðir ekkert að segja; "hver meiddi hann, þetta þurfum við að kanna" Það þarf bara að vaða í aðgerð og koma í veg fyrir að heimilum landsins blæði út.

Það er ekki hægt að bjóða almenningi uppá að SÍ geri verðbólguspá um 2,5% versta falli 4% sem endar svo í 25% og segja svo bara úps, en bara muna að borga í botn. Þetta er rof á grunnsáttmála samfélagsins. Því fyrr sem þið Samfylkingafólk fattið þetta því betra. Þið hljótið að finna að Íslenska þjóðin er að fjarlægjast ykkur, þótt ingaSól hafi ekki vilja hlusta á "þjóðina" (ergó, "þið eruð ekki þjóðin") hún hrökklaðist frá völdum skömmu síðar.

Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 16:22

11 Smámynd: Elfur Logadóttir

en það er nákvæmlega það sem ég er að segja. Ég er ekki reiðubúin að svara "er í lagi" spurningum vegna þess að það þarf að einbeita sér að því að halda sjúklingnum á lífi til þess að hann þoli aðgerðina - svona svo ég haldi áfram með samlíkinguna þína.

Það hefur ýmislegt gengið hér á í þessu þjóðfélagi sem er ekki í lagi og það var fyrst og fremst vegna lélegrar efnahagsstjórnar. Það er hins vegar mikilvægt að vera ekki að hugsa um hvað af þessu er eðlilegt eða óeðlilegt eða sanngjarnt eða ósanngjarnt og einhenda sér í þær aðgerðir sem lífsnauðsynlegar eru til þess að ég, þú og við öll saman komumst í gegnum þessa kreppu, á sama tíma og reynt er að ganga úr skugga um að þær aðgerðir sem gripið er til verði ekki svo sligandi fyrir ríkissjóð að það skerði burði hans til frambúðar. 

Þetta held ég að við séum alveg sammála um, ég og þú. Okkur greinir hins vegar á hvaða aðgerðum þurfi að beita til þess að koma okkur í gegnum þetta. Ég vil sértækar aðgerðir fyrst fyrir þá allra verst settu, tryggja að enginn svelti og allir eigi þak yfir höfuðið, og tryggja að sem fæstir lendi í þeim hópi. Ég tel að því verði best náð (þannig að ríkissjóður standi sem best á eftir) með því að breyta greiðslubyrði fólks og koma í veg fyrir vanskil á sama tíma og tryggt er að greiðslubyrðin verði þannig að hægt sé að standa skil á öllum útgjöldum. Ég tel jafnfram að því verði ekki náð með leiðréttingum á þessum tímapunkti því það verði íþyngjandi fyrir ríkissjóð og skerði möguleika stjórnvalda til þess að leggja fram beina fjárhagsstyrki til þeirra sem úrræðin bjargar ekki. Ég ætla ekki að leggja þér orð í munn og læt þér því eftir að útskýra þína hlið og hvernig hún er aðgreind frá minni.

Ekki gleyma því hins vegar að ég og Samfylkingin er ekki sami hluturinn. Ég styð ekki allt sem Samfylkingin gerir og Samfylkingin styður ekki allt sem ég geri. Við erum tvær sjálfstæðar einingar sem oftast eigum samleið - en ekki alltaf.

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 16:55

12 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Við erum eflaust sammála um margt, en ósammála um hvað er mikilvægast í einni lítilli þjóð. Mín forgangsröð er alveg skýr:

1. Heimilin
2. Fyrirtækin og atvinnulífið
3. Ríkissjóður og SÍ
4. Bankarnir ( sem má alveg loka mín vegna)

Það er alveg á hreinu að lang flestir Íslendingar ef ekki allir vaða í gegnum þennan brimskafl á víkingablóðinu einu saman.

En mjög margir Íslendingar ætla núna að segja NEI hingað og ekki lengar, við nennum ekki að búa við eitt ruglaðasta hagkerfi í vestrænum heimi (eina OECD landið með þetta rugl) sem er eins og versta spilavíti, þú endar alltaf á að eiga enga peninga sama hvað þú reynir og er síðan bara hent út úr spilavítinu af öryggisvörðum með harðri hendi (og kannski buffaður aðeins á leiðinni út).

Ég segi allavegna fyrir mig prívat og persónulega NEI þýðir NEI ! ! ! !

Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 17:06

13 Smámynd: Elfur Logadóttir

aftur, við erum sammála um forgangsröðina, þó reyndar ég sé ekki viss um að það hafi góð áhrif á heimilin að forgangsraða ríkissjóði of aftarlega. Það eru leiðirnar og aðferðirnar að vörninni sem við erum ekki sammála um :)

Elfur Logadóttir, 4.6.2009 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband