Færsluflokkur: Bloggar
Frí notkun ekki í boði lengur
8.5.2009 | 10:42
Þeir sem hafa rekið sjávarútvegsfyrirtæki undanfarna áratugi og fengið frían aðgang að auðlindum landsins ættu væntanlega að safnað töluverðum peningum ef þetta er svona dýrt. Það vita allir Íslendingar að kvótakóngar landsins hafa byggt heilu kringlurnar, fleiri en eina, og lifað í vellystingum. Það er bara sjálfsagt mál að þeir komi þá bara með hluta af því fjármagni aftur inn í sjávarútvegsfyrirtækin sín. Ef þeir vilja það ekki þá er kominn tími til að aðrir fái að njóta og borga þjóðinni fyrir afnotin.
Svona hótanir nennir enginn að hlusta á lengur, þessir "gaurar" vildu ekki hækka launin hjá fiskverkafólkinu sínu um 13 þús á sama tíma og þeir voru að taka út arð, einhverja tugi milljóna.
Nú eiga þessir "gaurar" að hætta þessu væli og þakka þjóðinni fyrir alla peningana sem þeir hafa sparað með fríum aðgangi að auðlindum okkar Íslendinga.
Mun setja bankana aftur í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hagsmunasamtök heimilanna
8.5.2009 | 10:23
Það er greinilegt að verkfallsrétturinn virkar líka fyrir skuldara. Frá því á föstudaginn þegar HH minnist á að fólk væri að spá í greiðsluverkfall hafa hjólin farið að snúast. Ég vil minna alla á að skrá sig í samtökin www.heimilin.is
Ég vil minna á að verkalýðsfélögin með verkfallsrétti sínum hafa staðið í stórræðum undanfarin á að ekki væri níðst á verkafólki, man ekki betur en að stór hópur fólks hefði búið í bát með 100 kr á tímann
Á sama hátt er verið að níðast á skuldurum, nema engin formleg vernd er til á móti öflugum innheimtumaskínum sem eru vel smurðar. Hagsmunasamtök heimilana er nokkurskonar ný verkalýðshreinfing sem berst fyrir sjálfsögðum réttindum skuldara á móti innheimtulögræðingum.
Eg ítreka, muna að skrá sig www.heimilin.is
Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Plástur með Bangsimon
6.5.2009 | 17:58
Það er ekkert að þessum fína plástri og myndin á honum er fín. Hann hentar bara ekki á slagæðablæðingu.
Það er ljóst að fjöldi og magn heimila vanda er það stór að ráðgjafastofan ræður ekkert við verkefnið, jafnvel þó ráðnir verði 50 supermenn/konur. Þar fyrir utan hafa heimilin í landinu alfarið hafnað þessum fúsk lausnum. Almennar LEIÐRÉTTINGAR er það eina sem dugar.
Nú er bara að skrá sig www.heimilin.is og taka þátt . . .
Ráðgjöf verður stórefld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðbrögð SamASÍvænGræn
6.5.2009 | 11:58
Hvernig stendur á því að SamASÍvænGræn velja nú að fara í einhverskonar áróðurstríð við heimilin í landinu. Heimilin eru búin að hafna því drullumixi sem verið er að bjóða uppá og hafa marg lýst yfir áhuga á samningaviðræðum um sanngjarnar lausnir sem jafna ábyrgð milli skuldara og kröfuhafa.
Væri ekki nær að tala við Hagsmunasamtök heimilanna sem eru með sanngjarnar kröfur um lagfæringu gengistryggðra lána og 4% þak á verðtryggingu frá jan2008. Það fer enginn í greiðsluverkfalli sér til skemmtunar.
Það er náttúrulega grátlegt að horfa uppá GylfaASÍ hlaupa til sem einhverja hvunndagshetja. GylfiASÍ er stór ef ekki stærsti hluti af vandamálinu. Hann sem málsvari almúgans hefur alveg svikið lit og gengið til liðs við hátekju fjármagnseigendur. Sé hægt að tala um hámark hræsninnar, þá á það við hér.
Undanfarin ár hefur löggjöf Íslendinga verið skrifuð af innheimtulögfræðingum og fjármagnseigendum. Afleiðingin er sú að réttarstaða skuldara en nánast engin. Lög um gjafsókn virka ekki, lög um hópmálsók er ekki einu sinni til, ef þú lendir í gjaldþroti þá er það ævilangt og skotveiðileyfi á heimili þitt er ótakmarkað. Meira að segja í USA myndu menn roðna vegna þessa siðleysis.
Eftir áratuga níðingsskap á almenningi eru innheimtulögræðingarnir og SamASÍvænGræn alveg undrandi að fólk sé búið að fá nóg. Þessir aðilar sýna fólki fulla hörku, og eru nú að væla þegar fólk ætlar að svara af hörku.
Heimilin hafna því að Ísland sé skuldeigendavænt og gera kröfu um að Ísland sé fjölskylduvænt.
Greiðsluverkföll ekki mikið nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkeppni virkar
5.5.2009 | 22:56
Hver segir svo að samkeppni virki ekki. Eftir að Hagsmunasamtök heimilinna minntist á að sennilega væri eina leiðin að fara í greiðsluverkfall, þá rumskar ASÍ. Málið er að ASÍ hefur misst allan trúverðuleika sem málsvari almennings. Gylfi var í nefnd um verðtryggingu og niðurstaðan var að gera ekki neitt. "Þetta er bara fínt svona" var niðurstaðan.
Þeir sem hafa horft á Gylfa undanfarið sjá að hann er að vinna fyrir fjármagnið ekki fólkið, enda finnst honum launin sín 1 milj í grunnlaun bara svaka sanngjörn. Ég skora á Gylfa að lækka sín laun og alla bitlinga sína niður í lámarkslaun næstu 30 árin. Honum finnst ekkert mál að fólk bæti þessum tíma afnan á lánin sín. Ég get lofað ykkur að hann mun sýna allt annan baráttuhug og skilning á kjörum verkalýðsins.
ASÍ er í raun hinn íslenski kolkrabbi. Sem er bara sorglegt. Byltingin er búinn að borða börnin sín og ætlar núna að borða barna börnin sín.
ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ábyrgðarhlutur
4.5.2009 | 18:04
Það er mikill ábyrgðarhlutur að skilja mörg þúsund heimili eftir á vonarvöl, og spjalla svo bara um eitthvað annað eins og ESB. Það má líkja þessu við að ef heimilið er alelda og hjónin neita að bjarga börnunum vegna þess að þau séu að ræða sumarleyfisplönin.
Það er enginn að hvetja til greiðsluverkfalls, skuldarar eru búnir að reyna að ná eyrum stjórnmálamanna í 7 mánuði, fólk er sjálft að hugleiða þessa lausn út frá sínum mannréttindum og örvæntingu.
Markmið með boðun greiðsluverkfalls hlýtur að vera fá stjórnvöld að samningaborði. Á sama hátt og ríkið getur ekki tekið á sig meiri byrðar þá geta heimilin ekki tekið á sig meiri byrgðir. Steingrímu vildi ekki einu sinni ræða lausnir heimillinna á sínu eigin landsfundi. Mjög margir flokksmenn VG eru honum mjög sárir vegna þessa. Steingrímur, þú hefur ekki skilning !
Lausnirnar sem stjórnvöld hrósa sér mest af er ca. 4.000,- kr. vaxtabætur á mánuði og líknadeild.
Það er enginn að tala um niðurfærslur, það er verið að tala um leiðréttingu skulda.
Ég er með hugmynd, er Jóhanna og Steingrímur tilbúin að hitta hagsmunasamtök heimilanna formlega og hefja samningaviðræður ?
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gylfi 180°
3.5.2009 | 15:06
Hvaða hræsni var það hjá Gylfa að mæta á Austurvöll í búsáhaldabyltingunni Ég botna ekkert í því að hann lét sér detta í hug að mæta þar.
Ég vill spyrja Gylfa beint hver er að hvetja fólk til að greiða ekki. Nafn takk fyrir!
Til áréttingar þá byrjaði málið með þessari tilvitnun: "Mjög margir eru í sambandi við okkur og hafa lýst yfir áhuga á því að fara í einhvers konar greiðsluverkfall. Og sá hópur stækkar óðum, segir Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna." Hér er engin hvatning, bara lýsing á ástandi í lífi venjulegra Íslendinga hér og nú.
Að Gylfi leyfi sér svona lásí stjórnmálamanna útúrsnúning kenndan í STJ101 (þ.e. stjórnmálabull 101), þetta er alveg ótrúlega mikið 2007.
Mín skilaboð til Gylfa eru: Vanhæfur ráðherra, taktu pokann þinn og farðu heim!
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
TITANIC
3.5.2009 | 01:20
Ég var að horfa á Titanic (bíómyndina) um daginn. Ég verð að segja eins og er að atburðaráin þar minnti mig á Íslandi í dag.
Þegar skipið fór að sökkva þá læstu skipstjórnarmenn almenning (second class) neðan þilja. Á sama tíma var aðallinn (saga class) að máta sætin í björgunarbátunum. Ekki var talið ráðlegt að fullnýta sætin í björgunarbátunum, og alls ekki að hleypa almenningi um borð. Flestir sem drukknuðu voru á second class.
Ég skora á þig að horfa aftur á myndina í þessu samhengi.
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikið var . . .
22.4.2009 | 13:00
. . . að beljan bar. Og vonandi ber hún árangur fyrir heimilin.
Það var löngu kominn tími til að verkalýðshreyfingin vaknaði af sínum langa svefni. Fjármagnsöflin eru að ganga af heimilum landsins dauðum. Það virðist sem þessi sömu öfl hafi skrifað lögin á alþingi undanfarin ár, því öll réttindi eru lánveitenda megin. Þetta er verkalýður landsins að reyna á eigin skinni hér og nú.
Nú er bara að vona að Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ vakni líka af sínum væra blundi og mæti í vinnuna sína til að bjarga þeim sem hann er jú að vinna fyrir.
Þörf á tafarlausum aðgerðum í þágu heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vanhæfi til sölu
9.4.2009 | 13:39
Það verður að segjast eins og er að maður er loksins farinn að sjá samhengið í hlutunum. Hvers vegna var allt stjórn- og eftirlitskerfið á Íslandi fullkomlega lamað í bankahruninu. Það er greinilegt að vanhæfi hefur verið selt ákveðnum öflum.
Á Íslandi er ekki lengur lýðræði heldur er hér við líði fjárræði. Það má líkja því við að þjóðin hafi verið bitinn af snák og nú eru öndunarfærin að lamast. Í slíkum tilfellum er um tvennt að velja, sterkt móteitur eða dauði. Það þarf varla að taka fram að móteitrið þarf að taka sem fyrst, helst strax, ekki eftir 7 mánuði.
Að Samspillingin vogi sér að birta ekki bókhald eins langt aftur og þarf er jafnvel meira hneisa. Er Jóhanna ekki á örkinni lengur ?
Það er bara eitt til ráða, fá undirverktaka frá hinum norðurlandaþjóðunum til að taka við stjórn landsins, og gera EvuJoly hina frönsk/norsku að forsætisráðherra með aukin völd í 7 ár, hún er þvílík himnasending. Guð blessi hana !
Að þingmenn vogi sér að ætla að láta venjulegt fólk og venjuleg fyrirtæki taka á sig skellinn er ógeðsleg tilhugsun. Yfirdráttur í dag kostar 33%, húsnæðislán 23-25%. Það er ódýrara fyrir landsmenn að bjóða hingað okrurum af mafíuættum, þeir myndu roðna við þessar vaxtatölur.
Næsta verk hjá mér er að fara fram á bað og æla og væla. Síðan kjósa xEvaJoly
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)