Sigur Framsóknar !

Það er ljóst að Framsókn hefur farið fremst meðal flokka í að verja hagsmuni Ísland. Endurnýjun flokksins hefur heppnast vel og þingmenn Framsóknar eru að standa sig með eindæmum vel.

Samspillingin og Vinstri SnúSnú hafa enga stjórn á atburðarásinni og fljóta bara með að feigðarósi sem hefði totrímt Íslandi. Samspillingin og Vinstri SnúSnú búa langt fyrir utan mörk sannleika, skynsemi og veruleika, í vor átti að troða IceSlave í gegnum Alþingi með öllum lygaráðum og fólki kom bara ekkert við hvað í samningunum stóð. Ég geri hér með kröfu um að allir þingmenn Samspillingin og Vinstri SnúSnú segi tafarlaust af sér og skammist sín.

Ég segi nú bara er á meðan er, ég veit ekkert hvort Framsókn geti stjórnað í framtíðinni án þess að spillast, Framsókn hefur alla vega gengið með sóma í gegnum þessa eldskírn sem IceSlave er, ég ætla meira að segja að gefa mér þá von að Framsóknarflokkurinn geti verið valkosturinn sem Íslendingar eru að leita að.


mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Framsókn er með ólíkindum dugleg í þessari baráttu um sjálfstæði okkar. Er það ekki það eina sem við getum búist við frá þeim?

Guðlaugur Hermannsson, 5.12.2009 kl. 09:42

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er ekki á Steingrím J logið Hrokinn er svo yfirgengilegur að manni verður óglatt nú seigir hann við reyndum að koma vitinu fyrir þá. Hver hefur vit og hvað?

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.12.2009 kl. 10:52

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það skyldi þó aldrei vera að tíma Framsóknar sé að koma, er það ekki það sem þjóðinni vantar núna, Fram-sókn. Aðal málið hér núna er að einhver skuli hugsa um hag okkar Íslendinga. Maður fer hreynlega að velta því fyrir hvað hafi komið fyrir innandyra hjá Samfylkingunni, og VG. Ef þessir flokkar eru ekki að sjá það sem þjóðin er að upplifa þá er mikið að. Það þarf að athuga það hvort innanmenn eru beittir kúgun.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Sagt er að ekkert sé nýtt undir sólinni, Samspillingin og Vinstri SnúSnú passar skelfilega vel við þessa lýsingu hér: http://www.cultinformation.org.uk/faq.html#cult

Axel Pétur Axelsson, 5.12.2009 kl. 12:02

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Axel minn: Þú ert að tala um spilltasta flokk Ílandssögunnar.

Afleiðingar af stjórnarsetu hans í gegnum tíðina er ein samfelld sorgarsaga.

Þar má ekki á milli sjá hvort rís þar hærra: Spilling, heimska eða hroki, og nú síðast Íslandshrun með hjálp Sjálfstæðisflokknum.

Viljum við halda áfram að láta taka okkur í ....... og kyssa á vöndinn ?

hilmar jónsson, 5.12.2009 kl. 12:55

6 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Það er ljóst að Ísland er spilltasta land í heimi, fjórflokkurinn er kannski bara val um vont, verra, verrara og verst. Það sem er líka vandamál er ASÍSA er runnið saman í eitt félag.

Ég virði samt að Framsókn er búin að skipta um mannskapinn í brúnni, og það fólk er að standa sig mjög vel !

Axel Pétur Axelsson, 5.12.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband