Útsala í boði Samspillingarinnar

Hvað eigum við Íslendingar að nenna lengi að horfa á þessa ömurlegu bíómynd Cósý Nostur Okursins þar sem Samspillingin leikur aðalhlutverkið ásamt Vinstri SnúSnú.

Það er ljóst að siðspillingarvírusinn er búinn að dreifa sér um allt stjórnkerfið eftir að hafa stútað fjármálakerfi landsins. Þessi siðspillingarvírus er búinn að rústa lýðræðinu og réttlætinu, núna þarf að setja upp nýtt stýrikerfi Ísland 2.0 strax og enginn má koma nálægt stjórnkerfi landsins sem hefur tekið þátt í því undan farin 16 ár, siðspillingarvírusinn smitar strax allt og alla sem koma nálægt honum. Málið er orðið það alvarlegt að ekki er hægt að beita siðspillingarvírusvörnum, það verður að byrja upp á nýtt.

Að "þessir karlar" vogi sér að hagnast á ástandinu er hreint landráð sem ætti að þingfesta strax á sama hátt og mál mótmælenda í dag.


mbl.is Segist hafa keypt hús á yfirverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

72 milljónir fyrir hús sem var mjög illa farið að innan. Finnst nú ekki hægt að kalla það útsölu. Þú afsakar! En fremur þegar borgað er 3 milljónir yfir ásettverð er væntanlega ekki um útsölu að ræða heldur ráða markaðslögmálin. Þá er einnig rétt að benda á að húsið var keypt eftir auglýsingu í Mogganum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2010 kl. 08:57

2 identicon

Sæll Axel,

leiðinlegt hvernig þið Sjálfshælismenn étið allt eftir fyrverandi formanni ykkar, Davíð Oddssini, og tyggið á þessum aulahúmor að uppnefna flokka, en það lýsir ykkur kannski meira en mörg orð.

Vil bara taka það fram að Skúli var hæstbjóðandi í þessa húseign og ekkert athugavert við það, en skíturinn er hjá ykkur sjálfshælismönnu og forustu ykkar, t.d Davíð Oddssini (400 miljarða tap hjá seðlabankanum, Kjartani Gunnarssini fyrverandi formaður bankaráðs Landsbankanns(icesave) og Bjarna Benediktsini(Sjóvá/Allmennar+Vafning og hvernig þeir notuðu ábyrgðasjóðinn).

Megir þú annars ganga á guðsvegum, kær kveðja Helgi.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Fróðlegt væri að sjá ykkar skoðanir Helgi og Magnús ef að Framsóknaraður eða Sjálfstæðismaður væru í sömu sporum og Skúli...

Ég er smeikur um að aftöku yrði krafist án doms og laga.. Hengjum hann í hæðsta tré lýðnum til yndis og ánægju...

Þetta er einmitt hluti vandans, menn skipta sér í lið og halda með sínu liði "no matter what"

Það má vel vera að þessi viðskipti Skúla séu í fínu lagi, en þá hýtur hann að geta sýnt fram á það svart á hvítu og málið er dautt..

Eiður Ragnarsson, 22.1.2010 kl. 12:19

4 identicon

Ef að Skúli væri framsóknarmaður, þá fyrst væri þetta mál skítugt eins og framsóknar mönnum er sæmandi, sennilega fengi hann þetta hús þá gefins.

Get séð í hvaða liði þú ert, finn það bara á lyktini, en held að Skúli þurfi ekki að sanna eitt eða neitt fyrir þér eða öðrum, hann bauð hæst og eignin var auglýst hér í Þvottavélini hanns Davíðs(morgunblaðinu).

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 13:44

5 Smámynd: Ólafur Als

Helgi,

sé horft til þess að þröngsýni er eitur í þínum beinum væri ekki úr vegi að detta ekki í sama far og þú sakar aðra um, sbr. nafngiftir? Þó svo að þú kallir þig félagshyggjumann, og ég tel mig vera frjálshyggjumann, hljóta menn að geta rætt saman án fúkyrðanna? Er ekki t.d. nokkuð til í því, að ef þetta mál hefði varðar þingmenn sumra annarra flokka, að þá hefðu ýmsir krafist þess, sem Eiður kallar "aftöku án dóms og laga"? Reyndar bætir þú enn betur um og talar um að framsóknarmaður hefði fengið þetta hús gefins. Er þetta virkilega framlag hugsandi manns inn í umræðuna?

Það er vont ef þingmaðurinn þarf að verja heiður sinn vegna slælegrar fréttamennsku á RUV en söluferlið sjálft varðar stærra mál, en það eru afskriftir bankanna - hvernig þær snerta bankana sjálfa og fyrri eigendur, kröfuna um gagnsæi þess ferlis o.s.frv. Þessi fréttamennska er í raun angi þess hvernig umræðunni er fyrirkomið þessa dagana, ekki einungis hjá fjölmiðlum, heldur einnig á meðal margra borgara. Það er svo sem ekkert nýtt við það að skjóta fyrst en spyrja svo og vitanlega hrærir þetta í hinum verri kenndum okkar. Gott siðferði er á köflum eina vörnin gegn slíku en svo virðist sem margir búi ekki að því þessa dagana.

Svo skulum við vona að lyktarskyn þitt batni þegar fram líða stundir.

Ólafur Als, 22.1.2010 kl. 14:54

6 Smámynd: halkatla

Mér líkar alls ekki við samspillinguna en sé samt ekki alveg hversu spillt það var af Skúla að kaupa þetta rándýra hús útfrá auglýsingu og það á þremur milljónum yfir uppsettu verði  En um að gera fyrir sjálfstæðismenn að reyna að láta það líta grunsamlega út eftir allan vibbann sem hefur ælst yfir þjóðina á þeirra vegum, þeir standa fyrir sínu í húmornum og hafa alltaf gert.

Þingmenn og fjölskyldur þeirra hljóta að mega kaupa sér hús fyrir launin sín þó að þeir séu þingmenn? Er það ekki bara þjóðin sem er svona vitlaus að borga þeim öll þessi laun fyrir ömurlega stjórnun í gegnum tíðina? Það á auðvitað sérstaklega við um sjálfstæðisþingmennina og allt hyskið sem bendlast hefur við þá á einhvern hátt (vinir, fjölskyldur, kjósendur). Helst ætti að flytja alla sjálfstæðismenn sem ekki iðrast úr landi og banna þeim alfarið að kaupa hér eignir eða að eiga þak yfir höfuðið. Viðhlæjendum þeirra líka.

Róleg, ég er hugsanlega að grínast - uppað vissu marki

halkatla, 22.1.2010 kl. 17:01

7 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ég hef kosið tvo flokka á ævinni, Samspillinguna og SjálfstæðisFLokkinn. Í síðustu kosningum kaus ég Framsókn þar sem ég var ánægður með endurnýjun, hefði kosið Borgarahreyfinguna nema ég taldi hættu á að það sem gerðist myndi gerast.

Ástæða þess að ég er mest reiður út í Samspillinguna er að hún hefur valdið mér mestum vonbrigðum og er sek um mikla hræsni. Og ekki hefði ég trúað að vinstri SnúSnú sviki sinn málstað og nýtt met í hræsni. SjálfstæðisFLokkurinn hefur bara gert það sem hann gefa sig út fyrir að gera.

Sigmundur Davíð formaður Framsóknar hefur enn ekki valdið mér vonbrigðum og fylgir af einlægni því sem hann segist ætla að gera.

Hins vegar er ljóst að stjórn og valdakerfi landsins er handónýtt og það ætti að reka alla strax og jafnvel fá erlenda aðila til að taka við. Við getum ekki stjórnað okkur á heiðarlegan hátt.

Að Alþingismenn vogi sér að kaupa svo mikið sem bílskúr meðan heiðarlegt fólk er að missa aleigu sína vegna skipulagðar glæpastarfsemi sem í daglegu tali kallast bankar er óþolandi. Það hefur komið fram að sennilega voru íslensku bankarnir gróðrastía fyrir siðspillt fólk og virðist sem sú siðspilla sé búina að smitast um allt stjórn og valdakerfið.

Núna er kominn tími til að brenna blóðsugurnar burt (þetta er myndlíking).

Axel Pétur Axelsson, 22.1.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband