Færsluflokkur: Bloggar
Hvítþvottavélin á suðupunkti
25.1.2010 | 11:24
Er ekki málið frekar að það er svo mikil spilling og subbuskapur að það er erfitt og flóklið að hvítþvo liðið.
Það trúir því enginn að ekki sé hægt að drulla einn skýrslu út á rúmu ári. Allt undanfarið ár hafa blóðsugurnar bara komið sér betur fyrir á skepnunni og greyið getur ekkert gert nema röflað á Austurvelli.
Á Íslandi hefur ekkert breyst til batnaðar - hlutirnir eru bara að versna.
HJÁLP VIÐ ERUM AÐ DRUKNA ! ! !
Skýrslan frestast enn lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábærar fréttir
23.1.2010 | 13:11
Það er ótrúlegt hvað álfyrirtækin "okkar" eru þolinmóð og trúföst okkur Íslendingum, og þeim var bara sýnd vanvirðing í Hafnarfirði á sínum tíma og ómaklegum áróðri.
Það er alveg með ólíkindum hvað Vinstri SnúSnú hefur haldið fram ótúverðum málflutningi í öllu sem við kemur álverum, einu náttúru vísindin sem virðast gilda á þeim bænum koma frá Disney og Barbapabba.
Ég tel að við Íslendingar stöndum fremst í heiminum hvað umgegni um náttúruauðlindir varðar bæði í sjó og á landi. Álverin okkar eru þvílík fyrirmyndarrekstur að hálfa væri nóg, ég hef ekki orðið var við nokkra óánæguraddir hjá starfsmönnum þessarar fyrirtækja, og það segir nú margt. Ég treysti þeim Íslendingum sem starfa við þessa atvinnugrein að hrópa hátt ef hætta er á ferðum.
Það er ekki mörg fyrirtæki sem nenna að flytja hrávöru yfir Atlantshafið og til baka aftur. Ísland er ekki í neinum nærtengslum við stóra markaði, þess vegna er ekki um marga kosti að velja.
Stækkun álvers í brennidepli á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Strímlæning RÚV . . .
22.1.2010 | 22:08
Samspillingin er nú bara að strímlæna fréttadeild sína RÚF sem þarf að taka á honum stóra sínum til að komast í gegnum næsta mánuð. Það þarf að beita öllum heilaþvottavélum sem til eru, og þá er ekki gott að samviska férettafólks sé að þvælast fyrir. Við sáum t.d. öll í gegnum þingfestingafréttina vegna mótmæla í fyrra, með birtingu á lagagreinum mótmælendum til viðvörunar. Væri ekki nær að birta lagagreinina um landráð og heimsku í starfi.
Hegðun íslensku elítunnar er svipuð og hjá blóðsugum sem sjá eldinn nálgast.
Bað þingmenn og sendiherra afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útsala í boði Samspillingarinnar
22.1.2010 | 00:57
Hvað eigum við Íslendingar að nenna lengi að horfa á þessa ömurlegu bíómynd Cósý Nostur Okursins þar sem Samspillingin leikur aðalhlutverkið ásamt Vinstri SnúSnú.
Það er ljóst að siðspillingarvírusinn er búinn að dreifa sér um allt stjórnkerfið eftir að hafa stútað fjármálakerfi landsins. Þessi siðspillingarvírus er búinn að rústa lýðræðinu og réttlætinu, núna þarf að setja upp nýtt stýrikerfi Ísland 2.0 strax og enginn má koma nálægt stjórnkerfi landsins sem hefur tekið þátt í því undan farin 16 ár, siðspillingarvírusinn smitar strax allt og alla sem koma nálægt honum. Málið er orðið það alvarlegt að ekki er hægt að beita siðspillingarvírusvörnum, það verður að byrja upp á nýtt.
Að "þessir karlar" vogi sér að hagnast á ástandinu er hreint landráð sem ætti að þingfesta strax á sama hátt og mál mótmælenda í dag.
Segist hafa keypt hús á yfirverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Told U so . . .
18.1.2010 | 19:48
Það voru lítil samtök sem stofnuð voru fyrir einu ári sem heita Hagsmunasamtök heimilanna sem vöruðu stjórnvöld við að ekki væri nóg að gert fyrir skuldsett heimili landsins. Það virðist sem skötuhjúin hafi bara slökkt á heyrnatækjunum þegar HH var að tjá sig.
Allt síðasta ár komu allir vitringar ríkisÓstjórnarinnar fram og sögðu að þessar aðgerðir væru frábærar og félagsmálaráðherra setti lög í anda norrænnarVelferðarStefnu sem frábæra lausn, HH hrópaði sig hása eina ferðina enn og ekkert hlustað.
Núna í kvöld var fréttadeild ríkisÓsómans RÚV að fjalla um málið og nennti ekki einu sinna að tala við "vitleysingana" hjá HH, þeir eru jú alltaf að segja það sama.
Aðferðafræði ríkisÓsómans er röng, ef hún væri húsasmiður þá væri hún að gera við þakið þegar undirstöðurnar bresta. Vandamálið er einfalt, prufið að fara inna þessa vefsíðu; http://www.ils.is/index.aspx?GroupId=975 og setjið inn 20m með 5% verðbólgu, þetta er það sem Íslendingar þurfa að greiða til baka;
Afborgun = 20.000.000
5% vextir = 26.609.232
5% verðbólga = 97.934.209
Þetta er sjóðurinn sem "við" eigum sjálf og er fjármagnaður með "okkar" lífeyrispenngum.
Tökum svo dæmi um bílalán:
Strákur kaupir bíl fyrir tæpum 3 árum á 3.600.000 borgar út 400.000 og tekur 3.200.000 í lán, búinn að borga í kringum 1.500.000 í afborganir. BílaOkurLeigan stefnir honum til að greiða 6.500.000 en dómari sér ekki ástæðu til að láta hann borga meira en 4.700.000 Já ekki gleyma að Okrararnir eru búnir að hirða bílinn og vinurinn bara í strætó með 4.700.000 á bakinu.
Á Íslandi er rekið fjármálakerfi sem svipar til spilavítis í Las Vegas, viðskiptavinurinn tapar alltaf, en spilavítið vinnur alltaf. Þetta er svona win win fyrir Okrarann.
Núna er Lilja (sem er frábær) að spá í talsmann skuldara í staðinn fyrir að ráðast að rótum (grunninum) vandans. Það má benda á að það hlustar enginn hjá Cósý Okur á Talsmann Neytenda, hann er sem hrópandinn í eyðimörkinni. Kannski er góð hugmynd að hafa tvo Talsmenn/umboðsmenn í eyðimörkinni, þeir geta þá allavega spilað póker saman.
Það er sama hvað þú málar þakið vel - það mun ekki laga skemmdirnar í grunninum.
Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinstri SnúSnú
17.1.2010 | 19:27
Það er alveg ótrúlegt hvernig vinstrið verður hægri, nei (t.d. ESB) verður já og öllu bara snúið á hvolf. Þvílík hræsni.
Það er eitt sem Vinstri SnúSnú mun seint vera fyrirgefið en það eru svik við heimili landsins.
Ég held að sJúdas sé búinn að svíkja allt, málstaðinn, samstarfsfólk sitt og jafnvel bara Ísland. Gott væri að kallinn færi nú að segja af sér og bara hætta þessari vitleysu.
Ekki of flókið árið 2003 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Álykta eitt + gera svo annað = hræsni
16.1.2010 | 18:02
Það er nú alveg hægt að sleppa því að lesa bullið í þessu Vinstra GubbGubb liði sem mætti fyrst allra á bankaöskuhaugana til að bjarga launakjörum elítunnar og gleymdi heimilum landsins, hljópst fyrst allra undan merkjum í IceSlave og ætlaði að koma lögunum í gegn svona leyndó.
Vinstri Gubbið er alveg búið að tapa öllum trúverðuleika og er t.d. höfuðandstæðingur Hagsmunasamtaka Heimilanna ásamt félagshyggjuHæsnunum (þ.e. Samspillingin). Það hefur ekki komið eitt einasta lagasnifsi sem bætir raunverulega réttarstöðu heimilanna.
Sé hægt að hámarka hræsni þá held ég að Vinstra GubbGubb sé búin að ná því hámarki og Samspillinginn félagi þeirra pínu á eftir.
Og að aðilar í ríkisÓsóma Íslands vogi sér að tala um fjölmiðla og beita svo sjálf miskunalaust fjármunum landsmanna í fréttadeild sína RÚV sem t.d. talaði ekki einu orði hvi HH viku fyrir sorgarlögin 23.okt 2009 og ekk bofs talað við HH þrem til fjórum vikum eftir og þá í mjör skoðanamyndandi samhengi.
Ég held ég tjá mig á okkar trausta móðurmáli; giv mí a breik og hunskist af Alþingi STRAX Vinstri Gubbarar og vinir ! ! !
Þungar áhyggjur af fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljós í skammdegi Íslands
15.1.2010 | 11:15
Hún Eva Joly sér hlutina í réttu ljósi. Hún sér sannleikann og segir hlutina í ljósi réttlætis. Tími Evu er sannarlega kominn.
Svo er það hún Jóhanna Svik sem er blind á sannleikann og veit ekki hvað réttlæti er. Júdas vinur hennar er líka búinn að svíkja allt sem hann og hanns flokkur stendur fyrir. Munum að þessum lögum átti að lauma í gegn vorið 2009.
Þetta er líka hárrétt hjá Evu, þegar Færeyjingar lentu í kerfishruni hjá sér þá voru það við Íslendingar sem mættum fyrstir uppá dekk til að hjálpa, það er skömm Norðmanna að gera ekki slíkt hið sama. Reyndar held ég að Norðmenn sjá í gegnum Cósý Nostur gjörspillinguna á Íslandi og vilji ekki senda peninga sem það lið stelur alveg um leið og peningarnir koma til Íslands. Íslendingar eiga að fá Norðmenn til að taka við embættismannakerfi landsins ásamt dómstólum, þessi tvö valdsvið á Íslandi njóta ekki trausts.
Síðan á að loka Alþingi og byrja upp á nýtt með stjórnarskrárvinnu.
Takk Eva Joly, þú ert okkar þjóðhetja :)
Joly: Norðmönnum ber að aðstoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bla, bla ,bla bla . . . .
14.1.2010 | 15:50
Það eru allir búnir að fá upp í kok á minn tími mun koma kellingunni sem byrjar allt á öfugum enda og búinn að steingleyma fyrir hverja hún er að vinna, og ekki er hann Júdas hennar betri pappír. Því hærra sem aparnir klifrar því betur sést í rassin á þeim og hann er ekki fallegur í þessari sögu. Rúmt ár í stjórn og það er verið að taka síðasta blóðdropann úr heimilum landsins og núll alvöru réttarbætur fyrir skuldara landsins.
Samspillingin og Vinstra GubbGubb ættu að hætta strax og enda með því að setja alsherja lögbann á 4 flokkana á Íslandi.
Hér er smá test á geðveiki Íslands, farið á http://ils.is/index.aspx?GroupId=975 og setjið 20.000.000 lán og setjið 5% í verðtryggingu, þetta eru bláköldu tölurnar sem koma til baka;
Afborgun 20.000.000 kr.
Vextir 26.609.232 kr.
Verðbætur 97.934.209 kr.
Þetta er ekki í lagi ! ! !
Norræn félagshyggju velferðarstjórn - brandaraAthlægi tveggja alda og nýtt heimsmet í hræsni miðað við höfðatölu.
Jóhanna skilur reiði almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fílabeinsturn Samspillingarinnar
14.1.2010 | 10:12
Það er greinilegt að Samspillingin er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og þá lífsbaráttu sem Íslendingar eiga í, enda vinnur allt þetta fólk á vernduðum vinnustað sem heitir Alþingi.
Ég legg til að allir Alþingismenn verði settir á lægstu launa taxta hjá dótturfélagi sínu ASÍSA og kenni fólki síðan að lifa af laununum, sem er auðvitað ekki hægt.
Jóhanna Sig er mesta sorgarsaga Íslenska lýðveldisins. Núna er hennar tími kominn og hún gerir ekki neitt fyrir fólkið. Að Samspillingin sé jafnaðarflokkur er hræsni og að hún sé að vinna fyrir fólkið í landinu er bara meiri hræsni. Nú er tími til kominn að Samspillingin hætti og taki Vinstra Gubbið með sér burt af Alþingi.
Á Íslandi er sama spillingin og 2007, jafnvel að spillingin hafi bara aukist.
Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)