Stokkhólmseinkennið
29.9.2009 | 14:17
Er það ekki þegar gíslum er farið að þykja vænt um ofbeldismennina sína. Ég held að Jóhanna og Steingrímur ,greyin, séu haldin þessu Stokkhólmseinkenni.
Það besta sem getur komið fyrir Ísland núna er að við fáum ekki AGS lánið og tökum skellinn, þ.e. horfust í augu við raunveruleikann. Þetta stjórnarLeikrit er að verða einn allsherja harmleikur.
Þarf niðurstöðu fyrir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið fari ekki fyrir þingið fyrr en sýnt sé að það verði samþykkt??? Hvað heldur hún að hún sé? Kim Il Jong?
Er búið að afskrfa lýðræðið?
Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 14:27
þinn raunveruleik er ekkert AGS og sleppa því að borga Icesave væntanlega. Raunveruleiki Íslands árið 2015 gæti þá lítið svona út.
Svotil skuldlaus þjóð enda aðrar þjóðir búnar að gefast upp á að rukka landið því það stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar. Evan komin í 500 kall, 30% atvinnuleysi, landsmenn komnir niður í 220 þúsund og stór hluti þeirra sem eftir eru borða í súpueldhúsum sem komið hefur verið fyrir hér og þar svo fólk svelti ekki alveg. Allt þetta fyrir að neita að semja um Icesave! Ég segi bara, setja bráðabirgðalög á þetta helvíti, hver dagur sem þetta tefst kostar okkur meira en upphæðin sem um er að ræða.
Óskar (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 14:39
Óskar - þú tekur þig bara vel út sem heimsendapredikari, það er öruggulega hægt að redda þér kassa og plássi á Lækjatorgi.
Axel Pétur Axelsson, 29.9.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.