Landráð
5.6.2009 | 15:13
Séu menn að skuldbinda ríkissjóð Íslands um stórar fjárhæðir sem ekki er lagaleg skylda fyrir þá hlýtur það að vera hreint landráð.
Gaman væri að fá skoðun lögfróðra um þetta atriði.
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er verið að tryggja aðgang ESB að auðlindum...Heimskautasvæðinu og orkuauðlindum...
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.6.2009 kl. 15:17
Þess þarf, en það þarf líka að vinna okkur tíma til að gera það, og það hefur Svavar Gestsson gert.
Rúnar Þór Þórarinsson, 5.6.2009 kl. 15:22
Rúnar; það vinnur enginn tíma með því að skrifa undir kröfurnar !
Það er greinilega dýrt sport að ganga í EndemisSkaðlegaBullbandalagið.
Axel Pétur Axelsson, 5.6.2009 kl. 15:35
Notum þessi 7 ár til að koma öllum skuldum yfir á Björgólf og hans kumpána.
Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 15:39
Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.
Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:57
Það eru einhverjir annarlegir hagsmunir í gangi. Ég er ekki ennþá búin að spota þá en væntanlega einhver blinda eða sturlun vegna EndemisSkaðlegaBullbandalagsins.
Axel Pétur Axelsson, 5.6.2009 kl. 16:04
Tek undir þetta með Finni Bárðarsyni.
Ég ítreka - Axel - ÞETTA ER ENGIN ENDANLEG LAUSN!!
Ég mundi aldrei halda því fram, en þetta er eitt skref í því að vinna tíma til að standa í málaferlum um þetta sem tekið geti mörg ár. Og vinnist það ekki þarf að nota tímann til að saksækja útrásarvíkingana og taka það sem þeir eiga til að láta þá standa skil á sínu um leið og þjóðin fer í vaskinn eftir þeirra misgjörðir.
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.6.2009 kl. 21:55
Rúnar; þetta er ekki rétt, þú röflar ekkert eftir að þú skrifar undir skuldabréfið, þá gildir það bara.
Það er enginn tími keyptur með því að skirfa undir, það er bara finale, Game Over fyrir Ísland.
Axel Pétur Axelsson, 9.6.2009 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.