Spaugstofan
20.5.2009 | 14:29
Hver segir svo að Spaugstofan sé hætt, raunveruleikinn er nú bara fyndari en þeir Spaugstofufélagar gætu nokkru sinni kokkað upp.
Segjum að þú sér með 250þús á mánuði og skuldir 15.0 millj í íbúðinni þinni. Þá er verið að bjóða þér 84þús á ári í "rosa" kauphækkun, þ.e. 7þús á mánuði. Ef þú ert með lánið verðtryggt þá hefur það hækkað um ca. 3.0millj undanfarna 12 mán þ.e. 250þús á mánuði. Ef þú er með gengistryggt lán þá hefur það sennilega tvöfaldast þ.e. hækkað um 1.25millj á mánuði. Segjum að þú og fjölskyldan borði fyrir 50þús á mánuði þá hefur sá kostnaður hækkað um ca. 12þús
Ef þetta er ekki blaut tuska framan í hinn venjulega Íslending þá veit ég ekki hvað blaut tuska er.
Ef þú ert ekki búinn að fatta þennan Spaugstofu brandara, þá ertu sennilega bankastjóri með 1.75millj á mánuði, þ.e. kauphækkun fyrir 250 venjulega Íslendinga eða ráðherra með 930þús á mánuði, þ.e. kauphækkun fyrir 133 venjulega Íslendinga. Við ættum kanski að selja þessa Íslensku hálaunastétt úr landi, svona upp í kostnað, það ætti nú að fá hellings peningur fyrir svona svakalega hæft fólk.
Afsakið ónæðið, ég þarf að skreppa á klóið og æla . . . .
Þiggja ekki 7 þúsund sí-svona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mundu að þrífa klósettskálina.
Baldur Hermannsson, 20.5.2009 kl. 23:38
ég er orðinn svo hittinn í kreppunni . . .
Axel Pétur Axelsson, 20.5.2009 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.