Ábyrgðarhlutur
4.5.2009 | 18:04
Það er mikill ábyrgðarhlutur að skilja mörg þúsund heimili eftir á vonarvöl, og spjalla svo bara um eitthvað annað eins og ESB. Það má líkja þessu við að ef heimilið er alelda og hjónin neita að bjarga börnunum vegna þess að þau séu að ræða sumarleyfisplönin.
Það er enginn að hvetja til greiðsluverkfalls, skuldarar eru búnir að reyna að ná eyrum stjórnmálamanna í 7 mánuði, fólk er sjálft að hugleiða þessa lausn út frá sínum mannréttindum og örvæntingu.
Markmið með boðun greiðsluverkfalls hlýtur að vera fá stjórnvöld að samningaborði. Á sama hátt og ríkið getur ekki tekið á sig meiri byrðar þá geta heimilin ekki tekið á sig meiri byrgðir. Steingrímu vildi ekki einu sinni ræða lausnir heimillinna á sínu eigin landsfundi. Mjög margir flokksmenn VG eru honum mjög sárir vegna þessa. Steingrímur, þú hefur ekki skilning !
Lausnirnar sem stjórnvöld hrósa sér mest af er ca. 4.000,- kr. vaxtabætur á mánuði og líknadeild.
Það er enginn að tala um niðurfærslur, það er verið að tala um leiðréttingu skulda.
Ég er með hugmynd, er Jóhanna og Steingrímur tilbúin að hitta hagsmunasamtök heimilanna formlega og hefja samningaviðræður ?
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.