Gylfi 180°
3.5.2009 | 15:06
Hvaða hræsni var það hjá Gylfa að mæta á Austurvöll í búsáhaldabyltingunni Ég botna ekkert í því að hann lét sér detta í hug að mæta þar.
Ég vill spyrja Gylfa beint hver er að hvetja fólk til að greiða ekki. Nafn takk fyrir!
Til áréttingar þá byrjaði málið með þessari tilvitnun: "Mjög margir eru í sambandi við okkur og hafa lýst yfir áhuga á því að fara í einhvers konar greiðsluverkfall. Og sá hópur stækkar óðum, segir Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna." Hér er engin hvatning, bara lýsing á ástandi í lífi venjulegra Íslendinga hér og nú.
Að Gylfi leyfi sér svona lásí stjórnmálamanna útúrsnúning kenndan í STJ101 (þ.e. stjórnmálabull 101), þetta er alveg ótrúlega mikið 2007.
Mín skilaboð til Gylfa eru: Vanhæfur ráðherra, taktu pokann þinn og farðu heim!
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef að „Hagsmunasamtök heimilanna“ standa undir nafni, þá ráðleggja þau fólki að nýta sér greiðsluúrræði fjármálastofnanna ef að það á í erfiðleikum með að borga.
Ólafur Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 15:31
Maður með milljón á mánuði á bágt með að skilja fátækt verkafólk.
Jón Valur Jensson, 3.5.2009 kl. 15:34
Ólafur, það treystir enginn bönkunum. Ég held það sé sniðugara að byðja Guð um aðstoð frekar en fjármálastofnanir. Hann sleppir því þó að bulla og blekkja.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 15:41
Hvað hafa bankarnir gert til þess að þeim sé ekki treystandi?
Ólafur Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 15:48
„Jahá, fjárhagurinn þinn er bara traustur. Má ekki bjóða þer að fara í gullvild og þá færðu 100.000 króna yfirdráttarheimild, sem er mjög góð ef vera skildi að bílinn bilaði, eða þá að þú þyrftir að skreppa til útlanda.“
Þeir blekktu okkur
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 16:01
Ólafur: HH er samtök með marga félagsmenn og því er margt í gangi. Sumir ætla í málssókn, aðrir reyna málsvörn. Síðan er hópur sem vill fara í greiðsluverkfall. Nú svo eru þó nokkrir sem eru bara með allt í lagi, en eru leiðir á yfirgangi fjármálafla.
Jón: Fyrir hverja er þetta hálaunafólk að vinna ? Mín kenning er hvort annað.
Axel Pétur Axelsson, 3.5.2009 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.