Færsluflokkur: Bloggar
Afrek Framsóknar !
7.12.2009 | 23:09
Ég held að Framsóknarflokkurinn sé í mestum takti við þjóðarsálina núna, Samspillingin og Vinstri SnúSnú (fyrir utan Ögmund) eru bara í tómu tjóni.
Framsókn er að bjarga því sem bjargað verður í þessu IceSlave máli, frábær árangur. Munið að Samspillingin og Vinstri SnúSnú ætluðu að þröngva IceSlave í gegnum Alþingi Íslendinga ólesið og óskoðað. Það er fullkomið ábyrgðarleysi og hrein frekja !
Ágreiningurinn leystur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekki trúverðugt
7.12.2009 | 23:01
Við Íslendingar erum kannski með gullfiskaminni en við munum þó flest að Samspillingin fór út um allan heim 2006, 2007 og 2008 og sagði öllum að allt væri í besta lagi hjá bankakerfinu okkar. Björgvin Blessaður kom svo í fjölmiðla og sagði okkur að bankakerfið væri traust.
Þegar erlendir fræðingar voru að vara við ástandinu þá var bara ráðist á þá persónulega, þeir voru ekki í hreinum nærbuxum eða álíka málefnaleg ádeila á þá. Þetta eru vinnubrögð Samspillingar og ég er búinn að fá upp í kok !
Takið eftir að núna er Samspillingarfólk að segja að Höskuldur sé ekki nægilega skemmtilegur. Giv mí a breik !
Núna er kominn tími til að Samspillingin finni sér aðra vinnu eins og hún leggur sig !
Vísar ágreiningi á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þakka öllum sem mættu :)
5.12.2009 | 16:51
Kröfufundur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigur Framsóknar !
5.12.2009 | 09:12
Það er ljóst að Framsókn hefur farið fremst meðal flokka í að verja hagsmuni Ísland. Endurnýjun flokksins hefur heppnast vel og þingmenn Framsóknar eru að standa sig með eindæmum vel.
Samspillingin og Vinstri SnúSnú hafa enga stjórn á atburðarásinni og fljóta bara með að feigðarósi sem hefði totrímt Íslandi. Samspillingin og Vinstri SnúSnú búa langt fyrir utan mörk sannleika, skynsemi og veruleika, í vor átti að troða IceSlave í gegnum Alþingi með öllum lygaráðum og fólki kom bara ekkert við hvað í samningunum stóð. Ég geri hér með kröfu um að allir þingmenn Samspillingin og Vinstri SnúSnú segi tafarlaust af sér og skammist sín.
Ég segi nú bara er á meðan er, ég veit ekkert hvort Framsókn geti stjórnað í framtíðinni án þess að spillast, Framsókn hefur alla vega gengið með sóma í gegnum þessa eldskírn sem IceSlave er, ég ætla meira að segja að gefa mér þá von að Framsóknarflokkurinn geti verið valkosturinn sem Íslendingar eru að leita að.
Samkomulag um afgreiðslu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þjóðin vill ekki IceSlave
3.12.2009 | 08:33
Stórnarandstaðan stendur sig vel ég er ánægður með þá. Þeir sem hlustuðu í nótt hafa án vafa tekið eftir því að verið er að krefja Íslendinga um hálfa þjóðarframleiðslu, þetta er hrein stríðsyfirlýsing. RíkisÓstjórn Íslands ætlar bara að troða þessu í kokið á Íslendingum, við segjum nú bara NEI TAKK !
Takið eftir:
Í gæsluvarðhaldi = 0
Rannsóknarnefnd = 3 mán töf
EBS ruglarar = 200 manns
Rannsóknarteymi = 13 manns
Þessi Cultsöfnuður ASÍSA, Samspillingar og Vinstri SnúSnú er að framkvæma fjárhagslegt harakiri á Íslandi. Þetta getur bara endað með ósköpum . . .
Fundi frestað á sjötta tímanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins birtir á Íslandi
27.11.2009 | 16:35
Þetta eru flottustu fréttir á árinu 2009. Það sjá það allir sem vilja að leikhús fáránleikans í boði ASÍSA, Samspillingar og Vinstri Snúsnú er blóðskammar-kekkur sem gengur ekki upp og nauðsynlegt er að skera burt frá Íslandi STRAX.
Best væri að fá líka norska dómstóla til að dæma í öllum málum líka og taka þ.m.t. yfir Landsdóm.
Heyja norge ! ! !
Norðmenn vilja aðstoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Cult
26.11.2009 | 18:01
Það er þekkt aðferðafræði hjá "Cult" hópum að boða heimsenda alveg á næsta leyti. Það verður að segjast eins og er að Samspillingin er farin að bera þessi einkenni eins og sjá má nánar hér: http://www.cultinformation.org.uk/faq.html#cult
Það er hægara sagt er gert að komast út úr cult-hóp ef hann hefur náð tökum á þér og oftast þarf utanaðkomandi hjálp til þess.
Ég spyr þig nú kæri Íslendingur, upplifir þú þessi einkenni sem talin eru upp í linknum hér að ofan ?
Frostavetur falli Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málsmeðferð UTL stuðlar að mannsali
25.11.2009 | 20:58
Ég tel að vinnubrögð UTL stuðli beint að mansali. Fólk sem einhverja hluta vegna vill leita að betra lífi og flytja búferlum til vestrænna ríkja lendir alveg í ótrúlegum heimi sendiráða og innflytjendastofnana sem hafa mestan áhuga á að rukka margföld árslaun þeirra sem eru að leita frá fátækum ríkjum til vesturlanda. Glæpahóparnir nærast síðan á þessu ástandi.
Mansalsmálin loksins viðurkennd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af fúskinu skaltu þekkja hann . . .
23.11.2009 | 22:06
Það er alveg sama hvað kall aulinn háttvirtu Árni Páll gerir það stenst ekkert mál hjá honum. Hann minnir á húsasmíðameistarann sem sagaði allt timbrið 10cm of stutt og tuldraði síðan ofan í skeggið; "þetta árans Sænska timbur stenst aldrei mál"
Klúður nr. 1: Lög um greiðsluaðlögun sem áttu að bæta réttarstöðu skuldara. Úps, bara virkar ekki fyrir fólk. Það er bara betra að skella sér beint í gjaldþrot eða úr landi.
Klúður nr. 2: Lögin 23. október um greiðslujöfnun sem eru svo mikið rugl að kallinn sjálfur segir í viðtali á rúv 20. nóvember; "... aðalatriðið er auðvitað það að það getur enginn reiknað út fyrir þig tvo greiðsluferla vegna þess að forsendurnar ráða því auðvitað hvernig greiðslujöfnunin á endanum kemur út . . ." (http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497817/2009/11/20/6/). Ég er ekki að grínast, fúskarinn segir þetta blákalt in your face.
Prufum að setja þetta í raunveruleikann á máli sem flestir skilja; "þú ert búinn að samþykkja skuldbreytingu á láninu þínu, sem enginn getur reiknað og enginn veit á endanum hvernig kemur út"
Ef þú ert Íslendingur og ert að kaupa þér heimili og ert ekki alveg trítil brjálaður akkúrat núna þegar þú lest þetta, tékkaðu á því hvort þú sért ekki öruggulega með púls. Það breytir reyndar engu þótt púslinn sé farinn, þú ert samt búinn að samþykkja þessa breytingu dauðans, allt í boði fúskarans frá Samspillingunni.
Annað sem er óskiljanlegt er hvernig reiknifúskaranir á Hagstofunni hafa fundið út að launavísitala hefur hækkað í október um 0,3%. Þeir sem fengu launahækkun í október réttið upp hendi. Takið eftir að allar vísitölur sem ekki eru í boði bankana (þ.e. tengd við lánin okkar)lækkuðu.
Velkomin til Íslands þar sem Cósý Nostur ræður öllu og þú engu. Borgaðu bara og sjáðu hvað Esjan er sjúkleg . . .
Staða heimilanna enn verri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Cósý Nostur . . .
23.11.2009 | 21:36
Það vita það allir sem vilja að AsíSa eru að vernda hagsmuni Cósý Nostur klúbbsins sem heldur Íslendingum kverkataki.
Dæmi 1: Formaður Así sest í nefnd skömmu eftir hrun og kemst að því að það sé bara fínt að hafa áfram krabbameinið í íslensku efnahgslífi sem kallast verðtrygging.
Dæmi 2: Sami kallinn vill ekki að skattar séu lagðir á stóriðju.
Hverjir eru nú aftur helstu hagsmunir Así-fólks. Jú, að verðtrygging verði skorinn burt og skattar lækkaðir (þ.e. hjá launafólki)
Hvernig getur Así bara skautað framhjá þessu og komist upp með ? Sennilega vegna þess að fólkið í Así er haldið alvalegri lömunarveiki sem smitast frá kolrugluðum Cósý Nostur fjölmiðlum, fólk er alveg sofnað og hefur ekki kraft til að verjast. Þetta er skelfing . . .
Einangraðir frá klíkunni en ekki félagsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)