Af fúskinu skaltu þekkja hann . . .

Það er alveg sama hvað kall aulinn háttvirtu Árni Páll gerir það stenst ekkert mál hjá honum. Hann minnir á húsasmíðameistarann sem sagaði allt timbrið 10cm of stutt og tuldraði síðan ofan í skeggið; "þetta árans Sænska timbur stenst aldrei mál"

Klúður nr. 1: Lög um greiðsluaðlögun sem áttu að bæta réttarstöðu skuldara. Úps, bara virkar ekki fyrir fólk. Það er bara betra að skella sér beint í gjaldþrot eða úr landi.

Klúður nr. 2: Lögin 23. október um greiðslujöfnun sem eru svo mikið rugl að kallinn sjálfur segir í viðtali á rúv 20. nóvember; "... aðalatriðið er auðvitað það að það getur enginn reiknað út fyrir þig tvo greiðsluferla vegna þess að forsendurnar ráða því auðvitað hvernig greiðslujöfnunin á endanum kemur út . . ." (http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497817/2009/11/20/6/). Ég er ekki að grínast, fúskarinn segir þetta blákalt in your face.

Prufum að setja þetta í raunveruleikann á máli sem flestir skilja; "þú ert búinn að samþykkja skuldbreytingu á láninu þínu, sem enginn getur reiknað og enginn veit á endanum hvernig kemur út"

Ef þú ert Íslendingur og ert að kaupa þér heimili og ert ekki alveg trítil brjálaður akkúrat núna þegar þú lest þetta, tékkaðu á því hvort þú sért ekki öruggulega með púls. Það breytir reyndar engu þótt púslinn sé farinn, þú ert samt búinn að samþykkja þessa breytingu dauðans, allt í boði fúskarans frá Samspillingunni.

Annað sem er óskiljanlegt er hvernig reiknifúskaranir á Hagstofunni hafa fundið út að launavísitala hefur hækkað í október um 0,3%. Þeir sem fengu launahækkun í október réttið upp hendi. Takið eftir að allar vísitölur sem ekki eru í boði bankana (þ.e. tengd við lánin okkar)lækkuðu.

Velkomin til Íslands þar sem Cósý Nostur ræður öllu og þú engu. Borgaðu bara og sjáðu hvað Esjan er sjúkleg . . .


mbl.is Staða heimilanna enn verri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband