Hvar var Geir Jón Þórisson

Hvers vegna má örvæntingafullur fjölskyldufaðir ekki tala við fjölmiðla, var nauðsynlegt að snúa hann með haustaki inn í bílinn. Er löggan í einhverju akkorði ? Síðan hvenær er bannað að mótmæla við stjórnarráðið, í dag skammst ég mín aftur og nýbúinn fyrir að vera Íslendingur.

Munið að við uppskerum eins og við sáum, kanski er Ísland bara að uppskera það sem það á skilið þessa dagana, ég bara spyr svona í heimsku minni.

Þessar myndir endurspegla fullkomna vanvirðingu við fjölskyldufaðirinn og hans viðkvæmu stöðu, þarna vantaði besta lögreglumann landsins hann Geir Jón okkar, ekki eru margir eftir í valdstjórn Íslands fyrir utan hann sem hafa traust mitt lengur.

Það er komið eitthvað mjög vont í íslensku þjóðarsálina sem kemur fram í svona mannfyrirlitningu eins og sjá má á þessu myndbandi. Horfið vel í augu og líkamstjáningu lögreglumanna . . .


mbl.is Óléttri eiginkonu úthýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurður

Mér skildist það á annarri frétt að maðurinn hafi verið kominn inn í stjórnarráðið, það náttúrulega er ekki alveg að gera sig.

Mjög skiljanlegt að lögreglan beiti valdi til að koma honum inn í bílinn, þar sem hún hefur margt þarfara að gera en að hlusta á babblið í alþýðunni.

Annars er þetta mjög leitt mál og vonandi að lausn komist í þetta mál sem fyrst.

Gísli Sigurður, 21.11.2009 kl. 05:13

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Hann var búinn að biðja um fund með yfirvöldum (þ.e. Rögnu Járnkalli) þessa volaða lands og bregst svona við eftir að enginn talar við hann og úrskurður UTL fellur.

Það ætti enginn maður að þurfa að upplifa það að fjölskyldu hans er splundrað (og það svona rétt fyrir jólin) og enginn nennir að tala við hann og engin manneskjuleg úrræði eru í boði, bara snúa kallinn niður og helst ekki leyfa honum að tjá sig við fjölmiðla.

Við skulum alveg hafa það á kristaltæru að fjölskyldufaðirinn í þessu máli er ÍSLENDINGUR ! ! !

Ég bið til Guðs að þú kæri lesandi þurfir aldrei á þinni lífsleið að eiga við UTL - það er mannskemmandi og ömurleg lífsreynsla.

Axel Pétur Axelsson, 21.11.2009 kl. 11:37

3 identicon

Þetta mál sýnir hverskonar óþverrastjórn er við völd, ólétt kona frá Asíu má ekki koma til landsins en ekkert mál fyrir alla glæpamenn austur Evrópu að koma og ræna því litla sem eftir er af rústunum. Þvílík hræsni.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Árni: rólegur, ég er alfarið á móti að dæma hóp af fólki, þótt það sé frá Austur Evrópu eða hvaðan sem er. Íslendingar eru ekkert meiri eða minni en annað fólk í heiminum.

Ef ég beiti sömu tækni á þig þá ert þú bankaræningi og landráðamaður, enda frá Íslandi.

Takið eftir hvernig þessi umræða er strax komin í fullyrðingar um að Íslendingurinn sé nú bara ekki í lagi og erlenda konan hans hljóti að vinna við súlu.

Ef ég hefði fundið konuna mína á Raufarhöfn væri þá stöðugt verið að efast um geðheilsu mína og/eða að ég hefði einbeittan brotavillja. Það kemur bara málinu ekkert við, fólk á þau mannréttindi að leita að hamingjuni hvar sem er í heiminum. Þetta náttúrulega þolir UTL&Co alls ekki.

Axel Pétur Axelsson, 21.11.2009 kl. 18:43

5 identicon

haha þetta er samt ekki eina barnið sem hann á.... hann á 4önnur og svo á hún líka barn í tælandi.... börnin 4 átti hann með 3 konum.....

Sigurlaug Lilja Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 20:34

6 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Sigurlaug: Ef konan í sögunni væri frá Raufarhöfn þá væri bara ekki nokkur umræða um málið.

Axel Pétur Axelsson, 25.11.2009 kl. 12:58

7 identicon

það er líka sama landið.... kona frá raufarhöfn fengi alveg að koma til RVK.....

Sigurlaug Lilja Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 14:49

8 Smámynd: ThoR-E

Fáránlegt.

Hér eru flóttamenn sendir burt jafnvel í dauðan þar sem stríðsástand er í heimalandinu.

En hinsvegar geta hér glæpahópar skipulagðir brotið af sér ítrekað sem og ráðist á konur jafnvel í hópum ... en er sleppt og geta vaðið hér uppi án athugasemda.

En eins og fyrr segir, flóttamenn sendir burtu sem og eins og í þessu tilviki fjölskyldu sundrað, konu mannsins vísað burtu...

Þetta er vægast sagt furðuleg forgangsröðun og ámælisverð vinnubrögð!

Skammarlegt!

ThoR-E, 26.11.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband