Cósí Nostur
25.10.2009 | 01:07
Þegar Enron var skoðað í kjölin kom í ljós að stjórnendur þar höfðu brotið blað í svindlmennsku. Þeir virkjuðu banka, endurskoðunarskrifstofu og lögfræðifirma til að stunda sitt svindl.
Cósí Nostur hér á Íslandi hefur sennilega gengið skrefi lengra og bætt öllum stjórnmálaflokkum, ASÍ og eftirlitsstofnunum landsins við listann til að fullkomna svindlmaskínuna. Við Íslendingar ættum að fá svindlNóbelinn fyrir frumleika og mesta magn svindlara miðað við höfðatölu.
Ef þú ert Íslendingur og ert enn á því að hér sé allt bara í góðu lagi, núna eru Vinstri SnúSnú og Samspillingin að redda öllu, tékkaðu hvort þú sért með púls, ef já er heilinn öruggulega í sambandi, ef já hvenær komstu síðast til Íslands.
Stjórnkerfi landsins er hrunið og þjónar aðeins einum herra og hann er Mr. Mammon.
Heimili og fólk er bara aukaatriði í þessu sjúklega ástandi, hvort sem litið er til vinstri, hægri eða í miðjuna. Þetta er geim over, við Íselndingar þurfum að byrja frá grunni.
Ásakanir um peningaþvætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ICELAND......12 points
zappa (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 01:26
Ávalt sammála þinni speki: "Cósí Nostur hér á Íslandi hefur sennilega gengið skrefi lengra og bætt öllum stjórnmálaflokkum, ASÍ og eftirlitsstofnunum landsins við listann til að fullkomna svindlmaskínuna.." Okkur tókst að fullkomna Enron svikamylluna og þessir útrásar skúrkar hafa gert okkur að Heimsmeisturum í því að "ljúga & svíkja út pening erlendis", þess vegna er svona gríðarlega mikil REIÐI í garð okkar samfélags á erlendri grundu. Okkar íslensku glæpamenn fengu trúverðugleika ávalt hjá siðblindum & spiltum íslenskum stjórnmálamönnum sem ætluðu svo að stinga frá öllu saman, þá sögðu vinir okkar á Norðurlöndum "stopp....!"
Í framhaldi af þessu bankahruni verður að vera 100% örggt að allar stjórnir, bankastjórar og 10 stærstu eigendur bankanna verði sótir til saka og látnir AXLA ÁBYRGÐ á þeim "svika- & blekkingarmyllum sem þeir setu upp í þeim eina tilgangi að "hafa af fólki fé - féfleta fólk - einbeitur brotarvilji ávalt tilstaðar hjá þessu liði...!" Svo kemur alltaf betur & betur í ljós að það er ekki sama hvort það er Hr Jón (Marinó) eða Hr. Jón ehf, annar aðilinn borgar allt upp í rjáfur, hin borgar ekki krónu. Það má í raun segja að Hr. Jón (t.d. Marinó - ég & þú) borgum ekki bara okkar eigin skuldir, heldur þurfum við einnig að borga skuldir þær sem Hr. Jón ehf stakk af frá - er þetta sanngjarnt eða eðlilegt...lol...? Er nema von að ég tali um að íslenskir stjórnmála- & viðskiptamenn hafi í raun breytt okkar samfélagi yfir i ræningjasamfélag! Ekki boðlegt hvernig þetta lið hefur hagað sér, en það fékk frítt spil - frelsi eftir að hafa styrkt réttu aðilanna..!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 25.10.2009 kl. 06:06
Það þarf að ráða erlenda málaliða og senda á eftir þessum útrásarglæpamönnum.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.