Arfavitlausar tillögur !
1.10.2009 | 12:14
Hagsmunasamtök bankanna hafa nú lagt fram, í samstarfi við Rískisstjórnina, Arfavitlausar tillögur sem eru hreinar blekkingar. Nú á ekki bara að reikna lán með Bull-vísitölu heldur á að bæta við Rugl-vísitölu og svo á allt þetta að reikna út hreina Vitleysu fyrir skuldarann og hann á bara að halda kjafti og borga.
Áróðurspésar Hagsmunasamtaka bankanna og stjórnvalda hafa tekið sig til og klippt út orð í tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna og límt inn í eldgalmar teygju og stökkbreytingatillögur sínar sem þjóðin er búin að hafna. Þetta má glöggt sjá í orðalagi; "leiðrétting afborgana" "Greiðslur af verðtryggðum lánum miðist við 1. janúar 2008" o.s.fv. Þett eru ekki einu sinn hugtök. Hvað táknar "leiðrétting afborgana" ?
Það er semsagt klippt út orðið leiðrétting og 1. janúar 2008 og áróðurpésarnir fá skipun að ofan: "klínið þessu inní gamla draslið og munið að fólk er fífl" (haft eftir flugu á vegg í Féló).
Svo er þessu rugli hent í Hagsmunasamtök heimilanna korter í Greiðsluverkfall, sem að sjálfsögðu er bara keyrt áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Nei, það er kominn tími til að skuldarar sýna samstöðu og berja fram breytingar, annars verður hver króna barin úr skuldurum !
Með illu skal illt út reka . . .
Greiðsluverkfall hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Get ekki verið meira sammála!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.