Hver kaus þetta ójafnaðarfólk ?
2.6.2009 | 20:01
Það er ótrúlegt að fylgjast með stjórnmálum á Íslandi í dag, þetta er grátlegur þriller sem er kominn lengra en villtasta hugarflug leyfir.
Þessi frábæra vinstri stjórn byrjar á að hækka bensín og bús þannig að nú getur fólk ekki farið til útlanda, ekki farið út á land en hefur núna kanski efni á að taka strætó niður á tjaldstæðið í Laugardal. Sumir hafa bara efni á því að fara út og viðra sig eftir að þeir borga bankanum sínum. Reykjavíkurborg ætti nú með sína 2 milljarða í plús að drífa sig í að undirbúa það partý.
Hvaða forgangsröð er í gangi, er búið að lækka laun bankastjóra, ráðherra, leggja niður rándýru sportSendiráðaKlúbbana, loka fyrir fáránlega leigusamninga við einkaaðila ?
Uhh, svarið er nei, bara drífa sig í að hækka bensín og bús, sem hækkar lánin eina ferðina enn á heimilum landsins, sem hafa bara víst nóg af peningum til að borga skv. því sem Jóhanna og Steingrímur segja, það er líka bara arfavitleysa að heimilin séu eitthvað í vanskilum skv. sömu heimildum.
Núna er SA og ASÍ að rífast um hvort launin eigi að hækka um 7.000 eða 13.500 á sama tíma og lánin hafa hækkað um trilljón billjón krónur. Ég er með tilboð til þín hér og nú, þú lætur mig fá 150.000 á mánuði óg ég læt þig fá 13.500 á mánuði til baka. Ha, viltu ekki fá 13.500 á mánuði, hvaða vanþakklæti er þetta í þér ? Ég ætti að fá strax sæti í þessum samninganefndum með þessa fínu samningatækni í farteskinu.
Guð bjargi Íslandi, það gerir það víst enginn annar.
Áherslan á heimilin og fyrirtækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.