Vanhæfi til sölu
9.4.2009 | 13:39
Það verður að segjast eins og er að maður er loksins farinn að sjá samhengið í hlutunum. Hvers vegna var allt stjórn- og eftirlitskerfið á Íslandi fullkomlega lamað í bankahruninu. Það er greinilegt að vanhæfi hefur verið selt ákveðnum öflum.
Á Íslandi er ekki lengur lýðræði heldur er hér við líði fjárræði. Það má líkja því við að þjóðin hafi verið bitinn af snák og nú eru öndunarfærin að lamast. Í slíkum tilfellum er um tvennt að velja, sterkt móteitur eða dauði. Það þarf varla að taka fram að móteitrið þarf að taka sem fyrst, helst strax, ekki eftir 7 mánuði.
Að Samspillingin vogi sér að birta ekki bókhald eins langt aftur og þarf er jafnvel meira hneisa. Er Jóhanna ekki á örkinni lengur ?
Það er bara eitt til ráða, fá undirverktaka frá hinum norðurlandaþjóðunum til að taka við stjórn landsins, og gera EvuJoly hina frönsk/norsku að forsætisráðherra með aukin völd í 7 ár, hún er þvílík himnasending. Guð blessi hana !
Að þingmenn vogi sér að ætla að láta venjulegt fólk og venjuleg fyrirtæki taka á sig skellinn er ógeðsleg tilhugsun. Yfirdráttur í dag kostar 33%, húsnæðislán 23-25%. Það er ódýrara fyrir landsmenn að bjóða hingað okrurum af mafíuættum, þeir myndu roðna við þessar vaxtatölur.
Næsta verk hjá mér er að fara fram á bað og æla og væla. Síðan kjósa xEvaJoly
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott að þú ert farinn að sjá samhengið, ég hef síðustu 20 árin talað um landið sem "fábjánaland", þ.e.a.s. "ævintýraland fyrir fáar útvaldar fjölskyldur & síðan apapláneta (apaspil) fyrir okkur hin". Það jákvæðasta við þetta hrun er að nú fer fólk loksins að vakna til lífsins og uppgvöta að flest allir þessir flokkar eru gjör spiltir og óeðlega margir stjórnmálamenn eru bara "sjálftökulið" lið sem er á "ríkisspennanum til að sjúga til sýn allt það fé sem það getur". Alveg eins og þessir 30-60 útrásar skúrkar reyndu að sjúga & stela öllu því fé sem þeir gátu komið hendur yfir. Fyrir hrun (fyrir Krist) var Ísland land þar sem "fé var án hirðis" nú er Þrælaeyjan "hirðir án fé´s....." Allt í boði Framsókn, RÁNFUGLSINS & Samspillingarinnar...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.