ASÍSA = Cósý Nostur = Hræsni
11.2.2010 | 08:40
Það er alveg ótrúlegt hvað ASÍSA er siðspillt fyrirbæri. Skv. þessari frétt er aðalmálið að fara í framkvæmdir og svo hjálpa heimilum landsins. Án sterkra heimila er ekkert þjóðfélag.
Að Gylfi hafi tengingu (þó hún sé á við stærð tyggjópakka) við Tortóla og sitji áfram er fullkomin siðblinda. Hann hefur ekki áhuga á að sjóðsfélagar taki yfir stjórn sjóða sinna, enn er verið að ausa úr lífeyrissjóðum til bull fjárfestinga og ekkert er gert í raun til að bjarga eigin fé heimila landsins.
Það er ógeðslegt að horfa uppá hvernig verkalýðsforingjar flæða á milli bankaráða, háskóla og svo aftur í verkalýðsforristu, síðan kannski millilendingu í næs jobbi sem ríkissáttasemjarar. Sér fólk ekki neitt samhengi í þessu ?
Ég minni á atriði úr Titanic þegar "elítan" kom sér fyrir í björgunarbátunum meðan almúginn var "læstur" í lúkarnum. Þegar hluti af björgunarbátunum ætlaði síðan loksins að hjálpa voru nánast allir frosnir til dauða.
Á Íslandi er nú verið að hefja tökur á Títanic 2. Eina sem verið er að gera er að koma í veg fyrir að annað Cósý Nostur félag Hells Angels komi sér fyrir og loka örlánabisnnessinum. Ætli Hells Angels taki að sér handAfrukkanir fyrir heimili landins ?
Burt með ykkur Cósý Nostrara landsins.
Aðgerðir vegna skulda heimilanna í skötulíki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður
Sigurður Haraldsson, 11.2.2010 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.