Frábærar fréttir
23.1.2010 | 13:11
Það er ótrúlegt hvað álfyrirtækin "okkar" eru þolinmóð og trúföst okkur Íslendingum, og þeim var bara sýnd vanvirðing í Hafnarfirði á sínum tíma og ómaklegum áróðri.
Það er alveg með ólíkindum hvað Vinstri SnúSnú hefur haldið fram ótúverðum málflutningi í öllu sem við kemur álverum, einu náttúru vísindin sem virðast gilda á þeim bænum koma frá Disney og Barbapabba.
Ég tel að við Íslendingar stöndum fremst í heiminum hvað umgegni um náttúruauðlindir varðar bæði í sjó og á landi. Álverin okkar eru þvílík fyrirmyndarrekstur að hálfa væri nóg, ég hef ekki orðið var við nokkra óánæguraddir hjá starfsmönnum þessarar fyrirtækja, og það segir nú margt. Ég treysti þeim Íslendingum sem starfa við þessa atvinnugrein að hrópa hátt ef hætta er á ferðum.
Það er ekki mörg fyrirtæki sem nenna að flytja hrávöru yfir Atlantshafið og til baka aftur. Ísland er ekki í neinum nærtengslum við stóra markaði, þess vegna er ekki um marga kosti að velja.
![]() |
Stækkun álvers í brennidepli á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.