Jóhanna: Þolinmæði þjóðar þinnar er á þrotum

Hvernig stendur á því að helsti andstæðingur við hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna séu "félagshyggjuflokkar" landsins, sem þannig háttast til að eru við stjórnvölinn núna og endalaust setja sama bullið í nýjar umbúðir. Það er eins og einhver hafi klippt orð úr fjölmiðlum undanfarna daga og sett yfir gömlu tugguna þar sem þau gætu passað. En tillagan er sú sama; "meðan þú rétt getur "fixað" næstu mánaðarmót hvaða máli skiptir að vera milljón trilljón í mínus" Sennilega er þetta sama hugmynd og ríkið er að reka sig núna.

Þessir "félagshyggjuflokkar" eru með öll spjót úti til að bjarga bönkunum. Ég muldra nú með mér orðtækið: "Því hærra sem apinn klifrar í tréð, því betur sést í blessaðan berann rassinn".

Háttvirtu "félagshyggjuflokkar" Íslendingar eru upp til hópa (ca.80%) búnir að fá upp í kok á að það þurfi háskólapróf í áhættustýringu og afleiðuviðskiptum til að taka "fokking" lán fyrir kofanum og bíldruslunni. Að hafa brjálaða breytu í lánasamningum sem heyta gengis- eða verðtrygging gengur ekki upp, "vér mótmælum öll" (þ.e. 80% af þjóðinni) Hin 20% eru sennilega með milljón trilljón í laun og eiga fullt af skuldabréfum og peningum.


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband